Fyrstu skórnir!

Ég hef brjálaðan áhuga á skóm og ekki sýst þegar kemur af barna skóm og finnst mér fátt skemmtilegra en að versla og skoða skó á Brynjar Leó. En eins og flestir vita, þá skiptir miklu máli að hafa börnin í góðum skóm sem stiðja rétt að fætinum þegar þau eru að taka sín fyrstu skref og fæturnir að mótast.

Brynjar Leó byrjaði að labba á 1.árs afmælisdaginn sinn og var ég búin að kaupa örugglega 13 skópör á hann, brjálæði ég veit en held ég geti kallað þetta "áhugamál"er það ekki!?

En eins og ég segi var ég búin að kaupa ýmsar gerðir, mikið af þessum típísku strigaskóm og svoleiðis en fyrir stuttu síðan kynntist ég skóm sem ég var mjög spennt fyrir.

Skórnir eru evrópskir og eru handgerðir úr hágæðaleðri af skósmiðnum Emel. Það sem heillaði mig mikið við skóna er að Brynjar labbar mjög vel í þeim og sé ég mikinn mun á gögnulagi milli skópara, sólinn á þessum er frekar þunnur og skórnir eru léttir svo hann er síður að draga fæturna eftir gólfinu með þeim afleiðingum að detta (já, það gerist mjög oft enda mikill hrakvallabálkur).

Skórnir aðlagast vel að fætinum, anda vel og eru mjúkir en stiðja mjög vel við. Fyrir utan hvað þeir eru fallegir!

Skórnir fást í Barnið Okkar í Hlíðasmára 4, 201 Kópavogi.

www.barnidokkar.is

- Aníta Ýr


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST