Anja Myrk 1 árs

September 23, 2018

Anja Myrk varð 1 árs 6. september síðastliðinn mér sem finnst hún vera ný fædd! Við héldum uppá afmælið hennar helgina eftir afmælisdaginn og var ég vægast sagt stressuð. 

Við buðum í kringum 60 manns heim til okkar og ákváðum að skipta þessu í 2 holl. Fyrsta hollið var kl 12 og var það fjölskyldan sem mætti þá og seinna hollið kl 16 og þá komu vinir. Ég er mjög ánægð með þá ákvörðum að hafa þetta í 2 hollum þar sem íbúðin okkar er frekar lokuð og hefðu aldrei allir komist fyrir.

 

Veislan gekk miklu betur en ég þorði að vona, eiginlega bara perfect. Við fengum smá tíma á milli holla til þess að ryksuga aðeins yfir gólfið og bæta á veitingar og drykki sem hentaði vel.

 

 

Veitingar

Við byrjuðum á því að grilla pylsur sem var ekkert smá þæginlegt og svo voru kökur og kræsingar í boði líka.

 

Við fengum tertu hjá Reyni Bakara sem var guðdómleg. Ég mæli 100% með kökum þaðan. við fengum tertu hjá þeim líka fyrir skírnina sem var æðisleg.

 

 

Mamma bakaði súper snickers marengs bombu (ég hjálpaði haha) sem sló rækilega í gegn. Hér er uppskrift af henni. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo vorum við með Rice Krispies líka.

 

 

Skreytingar

Skreytingarnar keypti ég í  Sostrene Grene og Partý Búðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Anja Myrk var himinlifandi með fyrsta afmælið sitt ásamt okkur foreldrum. Hlökkum mikið til næsta afmælis.

 

 

 

Karen Mjöll 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.