Hildur - Pikklaður rauðlaukur, fljótlegt & gott

September 13, 2018

Mig langar að deila með ykkur þessari súper einföldu uppskrift af pikkluðum rauðlauk sem mér finnst passa með öllu. Uppskriftin er mjög einföld og fljótleg og það dugir að gera laukinn klukkutíma fyrir notkun, ólíkt mörgum öðrum pikklunaruppskriftum sem taka töluvert lengri tíma. 


Pikklaði laukurinn passar sérlega vel með mexíkóskum mat, kjúklingi, kjöti, í salöt, á samlokur ásamt svo mörgu öðru ásamt því að vera einstaklega fallegt punt. 

Uppskrift:
1. Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar og setjið í glerkrukku
2. Sjóðið saman í potti 
 1/2 bolli vatn
 1/4 bolli Borðedik
 1/4 bolli Hvítvíns eða eplaedik
 1 msk hlynsýróp eða önnur sæta
 1 tsk sjávarsalt
3. Sjóðið í u.þ.b. mínútu og hellið svo yfir laukinn. Látið standa við stofuhita í klukkustund áður en hann er borinn fram. 
 

Það er að sjálfsögðu hægt að bæta við hvítlauk, kryddi, chili, sinnepsfræjum eða hverju sem ykkur dettur í hug.  Laukurinn geymist í ísskáp í 2-3 vikur. 

 

 

 

 

 

Njótið vel!

Hildur

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.