Mr. & Mrs. Hroði wedding


Vá ég veit ekki hvar ég á að byrja, en mig langaði nú samt sem áður að skrifa stutta færslu um brúðkaupið okkar Rúnars.

Við Rúnar erum búin að vera trúlofuð síðan 7. ágúst 2015. En það var líka gaypride helgin það árið. Við ákváðum hinsvegar í fyrra að gifta okkur í ágúst 2018 og langaði okkur að láta helgarnar passa og hafa það þá á gaypride líka, þetta árið sem var dagsetningin 11. ágúst 2018.

Þar sem hvorugt okkar er trúað að þá ákváðum við að fara okkar eigin leið í þessu og fara til sýslumanns og skrifa uppá pappírana þar og hafa svo "gervi" athöfn þar sem við yrðum gefin saman fyrir brúðkaups veisluna sjálfa.

Við lentum að vísu í veseni með tímabókanir hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu svo að við hringdum eitt símtal í Sýslumanninn á Snæfellsnesi og hann gat reddað okkur tíma strax sem við erum ævinlega þakklát fyrir. Okkur fannst smá hallærislegt að fara og skrifa undir pappírana í byrjun sepember þegar bæði brúðkaupið sjálft var búið og brúðkaupsferðin líka!

Við byrjuðum fljótlega að sanka að okkur skreytingum og ýmsum hlutum tengdum brúðkaupinu. Við pöntuðum grimmt af Aliexpress enda reyndum við að gera brúðkaupið eins ódýrt fyrir okkur og við gátum. Við erum svo ótrúlega lánsöm að eiga svona frábæra fjölskyldu og vini sem gátu hjálpað og sparað okkur svo gríðarlegan pening!

Matinn sá vinur hans Rúnars um, Bjartmar hjá Veisluþjónustunni og var hann alveg fáránlega sanngjarn við okkur í verði. Við buðum uppá kalkúnabringu og lambalæri, í meðlæti var svo sætkartöflumús og kartöfluteningar, rótargrænmeti, bernaise og piparsósa. Pabbi minn hjálpaði okkur með áfengið í veislunni, hvítt, rautt, bjór og freyðivín. Mamma, tengdamamma og amma Rúnars sáu um eftirréttina. Vinir okkar frá Englandi tóku frábærar myndir af okkur á okkar græjur. Mamma sá um að skrautskrifa og skreyta gestabókina. Tengdamamma sérsaumaði á mig brúðkaupskjólinn minn ásamt því að baka brúðkaupstertuna! Þvílíkt sem hún er mikill snillingur! Brúðarvöndinn og barmblómin bjó svo frænka mín til.

Dóri DNA sá um að gefa okkur saman ásamt því að vera veislustjóri! Það var alveg klikkað að hafa hann og hvað þá til þess að gefa okkur saman.

Óskalistinn okkar var einnig öðruvísi en hjá flestum. Við vildum enga Iiittala vasa eða eitthvað fyrir heimilið þar sem við erum ekki flutt í okkar draumahús ennþá. Við vildum bara gjafir í peningaformi þar sem við vorum að safna fyrir fyrstu glasafrjóvguninni okkar. OG ÞAÐ TÓKST.

Mikið er ómetanlegt og jafnframt mikilvægt að geta farið inní þetta ferli stresslaus.

Barnið fékk auðvitað að vera með í veislunni

Beint eftir veisluna brunuðum við svo beint uppí bústaðinn minn þar sem við gátum slappað vel af í tvo heila daga. Þangað fengum við svo heimsókn frá erlendum vinum og fjölskyldu.

Þessi dagur var svo innilega ógleymanlegur! Við gerðum þetta að okkar og það heppnaðist svona ótrúlega vel. Við Rúnar erum í skýjunum með allt saman. Þetta var algjör draumur.

Make up og hár er eftir Ingunni Sig.

#Glasafrjóvgun #IVF #Brúðkaup #Wedding #Bride #Groom #Weddingdress #FrenchBulldog #Makeup #Hair

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST