GS-60 burðarpoki fyrir göngur

*Færslan er unnin í samstarfi við Ólavíu og Oliver

Um verslunarmannahelgina sýndi ég á snappinu frá

burðarpoka sem Hinrik Þór var í þegar við fjölskyldan

fórum í göngu saman í Hellisskógi. Ég er mikil útivistarmanneskja og veit fátt betra en að finna fallegar útivistarperlur, græja gott nesti og fara í göngu í góðu veðri. Það er margar fallegar gönguleiðir að finna bæði í miðri Reykjavík sem og rétt fyrir utan borgina en Úlfarsfellið og Heiðmörk standa allaf upp úr hjá mér. Það þarf því ekki að leita langt til þess að eiga góðan dag með fólkinu sínu í fallegu umhverfi. Þar sem kerrurnar ganga ekki allstaðar var tilvalið fyrir okkur að eignast góðan burðarpoka fyrir Hinrik til að njóta útivistar með okkur.

Burðarpokinn sem við fengum okkur er frá Ólavíu og Oliver og heitir GS-60. Þar sem Hinrik er nokkuð stór og þungur verður að vera gott pláss fyrir hann svo honum líði vel en einnig finnst mér mikilvægt að burðarólarnar séu vel fóðraðar. Nú erum við búin að fara í þrjár gönguferðir með pokann og erum við gríðarlega ánægð með hann. Í fyrstu göngunni steinsofnaði Hinrik í pokanum eftir að hafa notið þess að sjá í allar áttir á bakinu á pabba sínum og tel ég það nokkuð góðan mælikvarða á það hversu vel fór um hann. Það er fyrir öllu að barninu líði vel en auk þess þá hefur Sindri ekki fengið neina verki í axlir eða bak með Hinrik á sér sem er auðvitað stór plús. Við tókum nesti með okkur í allar göngurnar og gátum geymt það í hólfi aftan á pokanum. Einnig gátum við látið pokann standa þannig að hann virkaði eins og stóll fyrir Hinrik á meðan við gáfum honum hressingu.

Til eru þrjár týpur af pokanum og er GS-60 millitýpan. Mér fannst hann henta vel fyrir okkur þar sem hann er nógu vel fóðraður og hefur allt sem ég var að leita að í burðarpoka sem þessum. Fyrir þá sem stunda göngur reglulega í öllum veðrum er hægt að fá skerm sem festist á burðarpokann. Þar sem við förum aðallega í göngur í góðu veðri fannst mér nóg að eignast pokann stakan í bili en alltaf gott að vita af þessari viðbót ef mér finnst hún koma að gagni síðar meir. Ég mæli eindregið með að eignast góðan burðarpoka fyrir göngur enda er dásamlegt að eiga góðar stundir með fjölskyldunni í náttúrunni. Börnin njóta þess ekki síður en við fullorðna fólkið.

- Anna x

#Gönguburðarpoki #ÓlavíaogOliver #Burðarpoki #GS60

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST