Kynjaveisla - Aníta Ýr

Við ákváðum að fá að kíkja á kynið í bumbunni örlítið fyrr og pöntuðum tíma í sónar hjá 9 mánuðum, ég var þá komin rúmar 16 vikur en gat ómögulega beðið lengur.

Í sónarnum fengum við að sjá krílið og fengum fullt af fallegum myndum og myndböndum á usb kubb með okkur heim og það var mjög skemmtilegt. Það er aldrei öruggt að hægt sé að sjá kynið á þessum tíma meðgöngunnar en við ákváðum samt að láta reyna á það.

Það tók góðann tíma að fá krílið í réttar stellingar svo hægt væri að skoða það en það sást að lokum og bað ég um að fá kynjamiða í tvö umslög.

Ég gat ómögulega valið hvort ég vildi fá kynjaköku eða hvort ég vildi sprengja blöðru með confetti inní sem hefur verið mjög vinsælt undanfarið svo ég ákvað að gera bara bæði!

Við buðum okkar nánustu fjölskyldu í grill, sprengdum blöðruna og borðuðum svo kökuna.

Blaðran er frá Partývörum og fannst okkur ótrúlega gaman að fá að vita kynið á þennan hátt svo borðuðum við þessa ótrúlega fallegu og sjúklega góðu köku frá Sætum syndum.

Þetta var dásamlegur dagur í alla staði og erum við fjölskyldan mjög spennt að fá litla STRÁKINN okkar í heiminn í desember.

- Aníta Ýr


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST