Ófrjósemi vegna Endómetríósu

Ég var búin að lofa færslu eða samantekt úr því þegar ég fór live á MAMIITA Instagraminu um daginn. Þar ræddi ég mína ófrjósemi og hvernig hún hefur haft áhrif á annars vegar mig og hins vegar Rúnar.

Eins og ég er að læra með hverjum deginum sem líður að þá er ófrjósemi alls ekkert til þess að skammast sín fyrir!

Áður var ég vön að ræða þetta ekki við neinn þar sem ég lifði í mikilli skömm og leið mjög illa andlega. Mér leið eins og ég væri fyrst og fremst að bregðast sjálfri mér og Rúnari. Var farin að hugsa um það líka að ég væri að ástæðan fyrir því að foreldrar okkar fengju ekki barnabarnið sitt sem allir eru spenntir fyrir. Ég held að þetta hafi verið orðin svolítil þráhyggja hjá mér að verða ófrísk.

En Endómetríósa getur hamlað verulega þátttöku í starfi, námi, fjölskylduviðburðum og öðru félagslífi og ekki er óalgengt að konur með endómetríósu einangrist félagslega á einhverjum tímapunkti í sínum veikindum. Í samfélagi þar sem gjarnan er talið „eðlilegt“ að stúlkur og konur fái slæma tíðaverki, getur verið erfitt að gera sig trúanlegan. Akkurat núna þegar ég skrifa þessa færslu er ég heima úr vinnu vegna mikilla egglos verkja.

Þegar ég fékk greininguna mína fyrir tveimur árum síðan þá fyrst um sinn var ég roslega reið út í læknavísindin að vera ekki komin lengra en þetta. Ég byrjaði að hugsa "hvað ef" ég hefði greinst 10 árum fyrr að þá væri ég kannski ekki ófrjó í dag. Eins erfitt og það er að spá í þetta að þá er ekki hægt að gera sér það. Þetta er búið og gert og við ætlum að lifa í núinu. Tökum einn dag í einu.

Ég er að vanda mig á hverjum degi eins og ég get að taka öllu með opnum örmum sama hvað það er og díla við það á eins góðan hátt og ég mögulega get. Þetta er erfitt og krefjandi verkefni en þetta skal takast á endanum.

Besta ákvörðun sem ég hef tekið var sú að byrja að tala og skrifa um þetta. Mér líður svo innilega mikið betur núna. Vitandi það fyrst og fremst að ég er ekki ein og líka að ég er að hjálpa fullt af fleiri konum/pörum. Hef ekki tölu á því hversu mörg skilaboð ég hef fengið. Ekki bara konur/pör í sama vanda heldur líka mjög jákvæðar og skemmtilegar sögur. Konur að deila sínum frjósemismeðferðar sögum með mér sem hafa gengið upp hjá þeim. Mikið ofsalega þykir mér vænt um það. Það hjálpar manni svo mikið þegar maður á verri daga en aðra.

Ef einhver sem er að lesa þetta er að díla við það sama þá mæli ég svo mikið með að tala um þetta og hafa allt uppá borðinu. Það sparar okkur svo margar leiðinlegar spurningar í td jólaboðum: "Hvenær ætli þið svo að koma með barn?" eða í partýinu "Afhverju ertu ekki að drekka, jii ertu ólétt? Omg hún er pottþétt ólétt"

Nei ég er það ekki og skíttu svo í þig.

Pössum okkur hvað við segjum og spyrjum að því við vitum ekkert hvað fólk er að díla við, sama hversu vel þú þekkir viðkomandi.

Við teljum niður vikurnar að komast í okkar glasafrjóvgun.

Það eru aðeins ca 7-8 vikur í meðferð!

Þetta er í fyrsta sinn sem við erum virkilega spennt fyrir að sumarið klárist !

Það er ekki af ástæðulausu sem ég er með flúrað PATIENCE á fingurnar á mér

#Ófrjósemi #Endometriosis #Patience #Infertility #IVF #Treatment #Glasafrjóvgun

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST