Anna - Hollari útgáfa af Rice Krispies köku með bananarjóma


Ég er rosalega mikið fyrir kökur og veit ekkert betra en góða kökusneið og kaffibolla. Hinsvegar finnst mér alltaf gaman að hollustuvæða kökur og hafa í bland við þær óhollari. Þessi tilraun hjá mér kom ansi vel út og var hollari útgáfan ekkert síðri en sú óhollari.

Uppskrift:

100 g smjör

100 g suðusúkkulaði (hægt að nota sykurlaust súkkulaði í staðinn, t.d. frá Valor)

2 stk Caramel Cashew Barebells próteinbarir

4 msk sykurlaust sýróp (ég notaði frá merkinu Good Good)

5 bollar Rice Krispies

Aðferð:

  1. Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna.

  2. Bætið sýrópinu við og hrærið vel saman, passið að hafa vægan hita svo blandan brenni ekki.

  3. Rice Krispies blandað út í.

  4. Hellið blöndunni í form og leyfið botninum að kólna í kæli í lágmark 15 mínútur.

Krem:

Þeytið lítinn pela af rjóma og stappið 1-2 banana (fer eftir smekk). Blandið banananum við rjómann og dreifið svo yfir kökuna. Ég stráði súkkulaðispæni yfir í stað karamellusósu en einnig er hægt að kaupa sykurlausa karamellusósu og setja yfir (fæst í Nettó minnir mig).

Njótið vel!

- Anna

#Bakstur #Uppskriftir #eftirréttur #Sykurlaust #Barebells #GoodGood

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST