GJAFALEIKUR - Graco Cosy Duet (2 in 1) Woodland Róla og ömmustóll


Ég fór í Húsgagnaheimilið um daginn og þessi búð er dásamleg!

Ég labbaði einn hring um verslunina og langaði strax í endalaust mikið af hlutum.

Húsgagnaheimilið er með ótrúlega mikið úrval af flottum vörum.

Mjög flott úrval af kerrum, rúmum, rúmfatnaði, leikgrindum, leikteppum og fleiru.

Ég fór í verslunina til að skoða ömmustóla og ég heillaðist alveg af þeim!

Ég eyddi heilmiklum tíma í að skoða stólana og rólurnar og átti ótrúlega erfitt með að velja á milli þeirra.

Ég ákvað að fá mér Graco Cosy Duet (2 in 1) Woodland róluna og ömmustólinn af því að hann uppfyllir allt það sem ég var að leita eftir.​

Þetta er róla með áföstum ömmustól, en það er mjög auðvelt að taka hann af rólunni og nota bara sem stakan ömmustól!

Hann gengur fyrir batterýum en einnig er hægt að tengja hann í rafmagn.

Það er hægt að nota hann frá fæðingu þangað til barnið er orðið allt að 9 kg, en stóllinn sjálfur er mjög léttur, sem mér finnst mikill kostur!

Rólan hefur 4 hraðastillingar og hægt er að stilla titring og tónlist á stólnum.

Stóllinn hefur 5 mismunandi lög og það fylgir honum órói með tveimur mjúkum leikföngum.

Stólnum fylgir höfuðpúði og innlegg og er mjög auðvelt að taka það úr þegar barnið stækkar.

Hægt er að taka áklæðið af og þvo á 30°C.

Bæði rólan og stóllinn eru mjög fyrirferðalítil og létt svo auðvelt er að halda á þeim og færa til, einnig er mjög auðvelt að brjóta stólinn saman og ferðast með hann.

Verð á rólunni og stólnum í Húsgagnaheimilinu er 39.900 krónur.

En settið er núna með 30% afslætti svo verðið er einungis 27.900 krónur!

Þar sem mér finnst þessi róla vera algjör snilld, þá ákváðum við í samstarfi við Húsgagnaheimilið að gefa eina Graco Cosy Duet (2 in 1) Woodland rólu og ömmustól!

Ég mæli með því að þú farir inn á Facebook síðu MAMIITA og takir þátt í leiknum!

*Færslan er unnin í samstarfi við Húsgagnaheimilið.

Fanney Sandra


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST