Hildur - Fyrirhafnarlausir partýréttir


Við fórum á Allir geta dansað um daginn með vinapari sem kom til okkar í smá fordrykki og narsl. Ég bauð uppá þessa súper einföldu rétti sem tekur enga stund að græja. Pólarbrauðið er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég gæti borðað þetta í öll mál. Nú er Eurovision um helgina og örugglega einhverjir á leið í partý og ég mæli eindregið með því að prófa þessa rétti.

Hráskinku & klettasalat pólarbrauð 1 pakki pólarbrauð

1 pakki hráskinka

Klettasalat Smjör

Pipar

Aðferð: Pólarbrauðið ristað í brauðrist, smurt með smjöri, hráskinkan og klettasalatið sett yfir og nýmalaður pipar muldur yfir.

Flatkökur með avókadó

Flatkökupakki

Avókadó Lime Vorlaukur Rauður chili Salt og pipar

Beikondöðlur

Döðlur Beikon Aðferð: Beikonið vafið utan um döðlurnar og sett í eldfast mót. Bakað í ofni við 200 gráður þar til beikonið er komið með góðan lit.

Njótið vel! Hildur

#hildurhilmars #Beikonvafðardöðlur #Hráskinka #Klettasalat #Pólarbrauð #Flatkökur #Partýréttir

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST