Hvenær er komið nóg ?

Ég fæ oft spurningar varðandi húðflúrin mín líkt og:

Hvernig geturu ákveðið hvað þig langar í?

Sérðu ekki eftir neinu húðflúri?

Hvað þýðir þetta húðflúr?

Hvenær er komið nóg ?

Ég elska húðflúr eins og kannski margir vita og fer ég reglulega og bæti í safnið.

Ég á frekar auðvelt með það að gera upp hug minn þegar það kemur að því að velja hvað ég ætla að fá mér næst. Ég hef meiri áhuga á sumum stílum en öðrum og er margt sem er á óskalista hjá mér svo ég er ekki í vandræðum þegar ég á bókaðan tíma. Ég á mér líka uppáhalds stofu og listamenn. Bleksmiðjan er stofan krakkar.. Dagur og Sölvi Dúnn eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Dagur hefur reyndar alltaf verið það enda er ég með mikið eftir hann.

Ég sé ekki beinlínis eftir neinu húðflúri en það er eitt sem ég er með undir viðbeininu sem ég fékk þegar ég var 18 og var eitt af mínum fyrstu. Eina ástæðan fyrir því að ég er komin með leið á því er vegna þess að það er bara ekki fallegt lengur. Blekið orðið pínu klesst og þess vegna ætla ég að setja yfir það þegar ég fæ mér yfir alla bringuna í júní. Það eru einungis örfá flúr sem hafa einhverja þýðingu fyrir mig, hin eru bara falleg listaverk sem ég kýs frekar að ganga með utan á mér í stað þess að hafa uppá vegg heima. Ég hlæ svo alltaf þegar ég er spurð að því hvenær sé nú komið gott. Ég hef engin svör. Ég held að þegar maður er búinn að ákveða að lifa litríkum blekmiklum lífstíl að þá er maður aldrei búinn með neitt. Það er alltaf hægt að laga og betrum bæta.

Þetta var sumardagsgjöfin frá mér til mín.

Eftir Sölva á Bleksmiðjunni.

"Júllusköll"

En fyrst ég er að babbla um nálar og blek að þá fór ég líka í Microblade á augabrúnunum síðasta föstudag og VÁ. Ég skil ekki afhverju ég var ekki löngu búin að þessu. Ég hef reynt bókstaflega allt til þess að auka hárvöxt, þykkja og allt mögulegt á mínum brúnum en hefur ekkert gengið. Ég er með kannski 7 hár samtals í mínum brúnum.

Okei kannski pínu meira en samt...

Ég fór til Karenar vinkonu sem er líka meðlimur hér hjá MAMIITA. Það mætti í alvöru halda að hún væri búin að vera að þessu í mörg ár. Þvílíkt sem þetta er náttúrulegt og fallegt.

ÉG ER BARA SVO ÁNÆGÐ KRAKKAR!

Sjái þið muninn!? Ég er að vísu með mjög ljós hár. Var nýbúin að lita sjálf á fyrir myndinni!

Fyrir og svo beint eftir

Ég hlakka til að sýna ykkur svo eftir mynd þegar þetta er alveg gróið!

Ef þið voruð ekki komin með ógeð af myndböndunum hjá mér þá er eitt í viðbót hérna sem ég tók upp á meðan ég lá í stólnum.


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST