Eyrún Telma - Uppáhalds æfingafatnaðurinn minn

Frá því að ég hætti að æfa fimleika þá hef ég mikið verið að lyfta. Að mestu leiti æfi ég kraftlyftingar, þó mis stíft. Keppnismanneskjan ég þurfti þó að challenge-a sjálfa mig með því að keppa í kraftlyftingum. Ég var fyrsta konan á íslandi í IPL til þess að keppa í -56kg flokki í kraftlyftingum. Ég tók Íslandsmet í bekkpressu og hnébeygju. Myndin hér að neðan sannar svo innilega að stelpur geta verið óhræddar við það að lyfta mjög þungu. 6 vikna árangur hjá mér fyrir mótið.

6 vikna árangur. Eina breytingin var að ég byrjaði að lyfta mjög þungu.

Mynd úr bílskúrs "gymminu" úti í Danmörku.

Ég er rosalega mikið fyrir litríkan og skrautlegan æfingafatnað þegar ég æfi þar sem ég er ekki svo litrík almennt, utan æfingar.

Síðasta haust kynntist ég norsku fatamerki sem kallast We Are Fit. Ég var ekki lengi að verða ástfangin af því!

Ég hef alltaf verið hrifin af buxna og toppa settum og mér finnst settin frá þeim alveg geðveik.

Og það sem ég elska við þetta sett hér að neðan að þessi týpa á topp nær svo langt niður. Maður getur auðveldlega verið bara á toppnum án þess að vera með allt útum allt og mikið "bert á milli".

Það sem er algjört möst fyrir mig í æfingafatnaði er að buxurnar verða að vera uppháar og algjörlega squat proof. Mér finnst hins vegar ekkert fallegra en þegar toppar eru flottir í bakið eins og þessi týpa hér að neðan!

We Are Fit settin uppfylla algjörlega öll mín skilyrði. Ótrúlegt en satt. Ég á mjög erfitt með að finna mér góðan topp með góðum stuðningi fyrir mig. Þessir toppar eru líka með fjarlægjanlegum púðum sem mér finnst góður kostur.

Þangað til næst.

x

#Æfingafatnaður #Tattoos #WeAreFit #Sportvörur #Powerlifting #Squats #Deadlift #Benchpress

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST