Vala Erlings - Nýjustu vörur heimilisins

Síðan við fluttum inn í nýju íbúðina okkar hef ég verið að hugsa hvað ég gæti sett á ganginn og kom síðan auga á vefverslunina kreo.is. Ég sá þessar fínu myndir í 70x100 sem mér fannst fullkomin stærð þar sem gangurinn býður upp á mikið veggpláss, og finnst þær koma mjög vel út. Myndarammarnir eru úr Habitat Tekk Company og heita Rona. Rammarnir voru bara til í viðarlit en ég lakkaði rammana með svörtu Lady lakki úr Húsasmiðjunni.

En ekki nóg með það heldur sá ég teppi sem mér hefur lengi langað í einnig inn á kreo.is og er frá merkinu Vacht Van Vilt. Það fæst í gráu, brúnu og bleiku, og gráa varð fyrir valinu en langar að eignast bleika inn í barnaherbergi. Ég var búin að sjá teppið víða á Pinterest og heillaðist ég strax af því. Ég sá strax fyrir mér að hafa það á butterfly stólnum mínum og finnst mér það koma mjög vel út og einnig gerir það stólinn meira kósý og þæginlegri til þess að setja í.

Þar til næst,

Vala Erlings


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST