Karen Mjöll - Slit eftir meðgöngu, fyrir og eftir myndir

Með þessari færslu er ég að stíga LANGT fyrir utan minn þægindaramma. En ég talaði um þetta á snapchat: mamiita.com og fékk ég mjög góðar viðtökur og virtist vera mikill áhugi á þessu umræðuefni.

En eins og margar verðandi mæður skilja þá var minn versti ótti að slitna á meðgöngunni þó svo það sé eðlilegasti hlutur í heimi. Ég notaði Bio Oil olíuna á mig á hverjum degi til þess að koma í veg fyrir slitin. ATH! olíuna má hinsvega ekki nota fyrr en á öðrum þriðjungi.

Þegar ég var gengin 40 vikur og með eitt lítið slit á hliðinni var ég ótrúlega ánægð að hafa "sloppið" en það breyttist fljótt í fæðingunni. Fæðingin tók langan tíma og var ég mjög verkjuð lengi.

Eftir að ég átti sagðist Atli hafa horft á magann á mér verða röndóttann í rembingnum, ég slitnaði ótrúlega mikið bara í þessum 30 mínútna rembing.

Ég man eftir að hafa horft á magann minn og hugsað "andskotinn, ég verð svona að eilífu".

Þetta er ekki hugsun sem á að koma upp í hausinn á manni, og ég vil bara segja ykkur mæðrum að ég hef lært að elska slitin mín, þau komu af ástæðu og skammast ég mín ekkert fyrir þau. Þau minna mig bara á það fallega sem líkaminn minn gekk í gegnum og gullfallegu verðlaunin sem maður fær í staðinn. En hinsvegar ef það er svona auðvelt að minnka þau og lýsa þá er ég að sjálfsögðu tilbúin til þess að gera það. Þau munu aldrei fara alveg en þau ná að dofna með smá hjálp.

Þessi mynd er tekin 9. nóvember eða ca 2 mánuðum eftir fæðingu

Þessi mynd er tekin í dag, 4. Apríl eða ca 7 mánuðum eftir fæðingu

Ég er búin að vera mjög dugleg að nota Bio Oil eftir að ég átti og hefur hún virkað mjög vel. Ég er ekkert smá ánægð með árangurinn og mun klárlega halda áfram að nota hana.

Bio Oil fæst meðal annars í Costco og inná Iherb.com

Olíuna er hægt að nota á/við:

- Ör

- Slit

- Hrukkum

- Ójaöfnum húðlit

- Mjög þurri húð

- Þessi færsla er ekki kostuð

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST