Aníta - Smá breytingar heima.

Við fjölskyldan keyptum okkur íbúð í september 2017 og fluttum inn um miðjan nóvember 2017. Við erum ótrúlega ánægð í nýju íbúðinni og erum að koma okkur vel fyrir. Það eru ýmsar framkvæmdir sem við ætlum að gera (þó alls ekki stórar þar sem íbúðin er glæný) en við ætlum að setja eyju og fleira en mig langaði til þess að byrja á að breyta horni í íbúðinni sem var tómlegt og fór virkilega í taugarnar á mér.

Ég hafði séð myndahillu hjá pabba mínum sem mig langaði mikið í en hún kostar um 200þúsund, við vorum ekki tilbúin að borga þann pening fyrir hilluna og fékk ég Sölva til þess að smíða svona hillu fyrir mig.

Sölvi fór í Húsasmiðjuna og fékk allt efni í hilluna sem hann þurfti og borgaði um 4000kr fyrir, við fórum í Flugger og keyptum málingu og pensla, sandpappír og fleira sem þurfti og borguðum um 2000kr

Það tók hann svo 2-3 kvöld að smíða hilluna.

Loka útkoman er nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana og er ég sjúklega ánægð með hilluna. Ég fékk mér stól úr Ilvu og borð úr Rúmfatalagernum til þess að hafa hjá hillunni. Ég er mjög ánægð með þessa breytingu hún var ótrúlega ódýr en gerði rosalega mikið fyrir heimilið. Nú þarf ég bara að byrja að framkalla myndir í hilluna!

(þessi færsla er ekki kostuð)

-Aníta Ýr


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST