Karen Mjöll - Brjóst eða peli?


Frá því að ég varð ólétt og líklega langt áður var ég alltaf harð ákveðin að barnið mitt yrði á brjósti eins lengi og hægt væri.

Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Það var ekki fyrr en hún var ca 6 vikna sem hún fór allt í einu að verða "reið" við brjóstin á kvöldin. Aldrei vesen með dagana eða næturnar, ég gerði allt sem ég gat til þess að halda henni á brjósti en eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót.

Í fyrstu pumpaði ég mig og gaf henni brjóstamjólk í pela sem gekk mjög vel svo kom að því að hún þurfti meira og ég náði ekki að halda í við magnið með því að pumpa. Ég fer og kaupi þurrmjólk og gef henni sem var líka æðislegt það sem barnið breyttist. Hún fekk loksins það magn af mjólk sem hana vantaði (þó svo ég mjólkaði eins og belja) og leið mikið betur.

Á endandum fór hún svo að hafna brjósti - ég meina afhverju ætti hún að hafa fyrir því að drekka úr brjósti þegar pelinn er með góðu og jöfnu flæði allann tímann? Hún er núna einungis á þurrmjólk sem hentar okkur lang best.

Það sem að fer mikið í taugarnar á mér er afskiptasemi fólks á brjóstagjöf. Ég fékk oft að heyra "já er hún ekki bara á brjósti?" "Brjóstagjöf er það lang besta fyrir börnin". Afhverju vill fólk meina að það sé ALLTAF lang best fyrir öll börn? Börnin okkar eru ekki eins, það sem hentar þínu barni hentar ekki endilega mínu líka. Og hvað þá þegar ljósmæður, hjúkrunarkonur og læknar fara að setja út á hvort barnið fái brjóstamjólk eða þurrmjólk.

Eftir að Anja Myrk fékk þurrmjólk og ég fór að hætt að streitast á móti við hana að halda henni á brjósti þá líður okkur báðum svo margfalt betur og ekki skemmir fyrir "frelsið" sem ég fæ og Atli fær að njóta líka að gefa henni að drekka.

Ég vil eindregið minna foreldra á að gera það sem þeim finnst best en ekki það sem einhver annar segir.

Þetta er þitt barn og þú þekkir það best. Hvort sem það er brjóstamjólk eða þurrmjólk - skiptir ekki máli.

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST