Eyrún Telma - Mars er mánuður Endómetríósu

March 26, 2018

 

 

Eins og ég talaði um á MAMIITA snappinu fyrr í vikunni að þá er mars mánuður Endómetríósu(Legslímuflakk).

Legslímuflakk eða endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegur kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Frumurnar sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærunum og mynda þar legslímuflakk sem síðan veldur bólgum og blöðrumyndun. Frumurnar í legslímuflakki bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkt og þær gera á sínum eðlilega stað í leginu og blæðingar eiga sér stað. Í staðinn fyrir að fara út úr líkamanum kemst blóðið ekki í burtu og myndast oft blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar innan kviðarholsins þegar legslímuflakkið tengir saman aðra vefi. Þetta getur valdið sársauka. Legslímuflakk finnst m.a. á eggjastokkum, eggjaleiðurum, blöðru, ristli, á böndum sem halda leginu á sínum stað (legböndum) og víðar. Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur legslímuflakk fundist í lungum, nefi, nafla og heila ásamt fleiri stöðum. Legslímuflakk getur valdið miklum sársauka, blöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. Einkenni eru mismikil milli einstaklinga. (Texti tekinn af endo.is

 

Fyrir mér er mikilvægt að sem flestar konur sem þjást af Endómetríósu láti heyra í sér og vekji athygli á þessu. Þar sem þessi sjúkdómur er miklu algengari en flestir halda. Talið er að 1 af hverjum 10 konum eru með Endómetríósu. Hvort sem þær vita af því eða ekki. 30-40% kvenna með endómetríósu eru taldar glíma við van- eða ófrjósemi á einhverjum tímapunkti. Talið er að 176 milljónir kvenna í heiminum glími við Endómetríósu. Allar saman myndum við mynda áttunda stærsta land í heimi. 

 

 

Ég á það til að fá rosalega slæm verkjaköst og túrverkir eru hryllingur fyrir mig. Það eru engin verkjalyf sem virka á mig sem eru ekki lyfseðilsgild. Og þar að auki vill enginn læknir sem ég hef farið til skrifa uppá nógu sterk verkjalyf fyrir mig. Ég gæti talið upp endalaust af einkennum sem ég fæ með þessu til dæmis bólgna ég öll upp, aðallega í kringum neðri maga svæðið. Ég er gjörn á að fá mígreni, egglosverki, seiðing í bak og fætur, bjúg og margt fleira.

 

Það sem mér finnst gott að gera til þess að reyna að hjálpa mínum einkennum er að borða eins holla fæðu og ég get. Drekka mikið vatn. Ég drekk lítið sem ekkert áfengi þar sem það er líka mjög slæmt fyrir endóið og einnig vegna þess að ég hef lítinn sem engan áhuga á því. Einnig er gott að reyna að sleppa sykri því hann er ekki góður fyrir Endóið. Það reynist mér stundum mjög erfitt þar sem ég er oft með mjög litla matarlyst og þá sæki ég oft frekar í eitthvað sætt til að maula á.

 

Það sem mér þykir þó mesta snilld í heimi er að sofa með eitthvað þétt upp við magann. Eins og td kodda. 

Ég sá að vísu snilldar kodda í Costco fyrir stuttu sem er svona sívalningur í laginu. Ég keypti hann um leið. Mjúkur púði, líkist helst brjóstagjafa púða myndi ég segja. Hann sef ég með á hverju einasta kvöldi. 

 

 

 Í alvöru talað, þjáumst ekki í hljóði. Látum heyra í okkur og hjálpum hvorri annari. Stöndum saman.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta þá megi þið endilega senda mér hvar sem er.

 

x Eyrún Telma

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.