
Ég sýndi frá þessum súper einfalda og góða rétti á snappinu í dag en hann er fullkominn “daginn eftir matur” því hrísgrjónin eru best ef þau eru frá kvöldinu áður. Það væri einnig hægt að sjóða þau í hádeginu og láta þau bíða í kæli þar til þau eru elduð.
Ég hef gert þennan rétt einnig með kjúkling en þá steiki ég kjúklinginn upp úr kókosolíu og bæti svo við sósunni sem inniheldur 3 msk af teriyaki sósu, 3 msk sykur og 3 msk soja sósu. Ég skar bitana óþarflega stórt svo að ég skar þá í minni bita þegar þeir voru orðnir fulleldaðir og bætti þeim við á sama tíma og grjónunum.
Hráefni
2 msk sesam olía
1 gulur laukur saxaður
2 gulrætur rifnar niður
hálfur bolli ertur ( baunir)
2 egg
1 poki soðin hrísgrjón
3 msk soja
1 msk tamari sósa
Aðferð
Olían hituð á pönnu og grænmetinu bætt útí. Steikið grænmetið þar til það verður mjúkt.
Grænmetinu ýtt til hliðar og eggin hrærð (scrömbluð) í miðjunni. Þegar eggin eru tilbúin er öllu blandað saman
Hrísgrjónunum bætt útí ásamt sósunum ( og fullelduðu kjöti ef kjöti er bætt við).
Blandið öllu við þar til grjónin eru orðin heit í gegn.
Smakkið til og bætið við sesamolíu, sojasósu og tamari sósu eftir smekk
Ég bar matinn fram með söxuðum salthnetum. vorlauk, kóríander og spicy mæjó.
Spicy mæjó
Lítil dolla af léttmæjónesi
4 tsk sriracha sósa
5 dropar tabaskó sósa
Blandið öllum hráefnunum saman og bætið sterku sósunum við eftir smekk – ég vil hafa mitt spicy mæjó
Njótið vel,
Hildur x
frekar sterkt en það er smekksatriði.
YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!
@MAMIITA_COM
@MAMIITA.COM