Anna - Hrá snickerskaka

Ég er mjög mikið fyrir að eiga eitthvað sætt til sem er ekki stútfullt af sykri og hef í gegnum tíðina verið dugleg að búa til hollustunammi. Þessa hráu snickersköku hef ég gert í mörg ár og finnst hún alltaf jafn góð. Tilvalið að eiga í frysti og geta boðið uppá þegar gestir kíkja við - eða bara fyrir mig sjálfa með kaffinu!

Botn:

200 gr döðlur lagðar í bleyti í 10 mín

100 gr möndlur

100 gr kókosmjöl

1/2 tsk vanilluduft eða dropar

Möndlurnar maukaðar fyrst í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Þessu er þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír.

Sett í frysti í ca 10-15 mín.

Botninn tekinn út og lífrænu grófu hnetusmjöri smurt yfir (magn fer eftir smekk, ég set rétt tæplega heila krukku).

Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

Súkkulaðibráðin:

1 dl kókosolía (brædd)

1 dl hreint hrákakó

1/2 dl agave sýróp

Þessu er hellt yfir og kakan geymd í frystinum. Ég sker kökuna niður í litla bita og raða í box, aðallega vegna þess að ein kökusneið er þá millimál hjá mér. Það er einnig hægt að skera í litla konfektbita sem er mjög sniðugt ef maður ætlar að bjóða gestum uppá.

Njótið vel!

#Hráfæði #Snickerskaka #Mjólkurlaust #Hollustunammi

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST