Anna - Hrá snickerskaka

March 23, 2018

Ég er mjög mikið fyrir að eiga eitthvað sætt til sem er ekki stútfullt af sykri og hef í gegnum tíðina verið dugleg að búa til hollustunammi. Þessa hráu snickersköku hef ég gert í mörg ár og finnst hún alltaf jafn góð. Tilvalið að eiga í frysti og geta boðið uppá þegar gestir kíkja við - eða bara fyrir mig sjálfa með kaffinu!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Botn:

200 gr döðlur lagðar í bleyti í 10 mín

100 gr möndlur

100 gr kókosmjöl

1/2 tsk vanilluduft eða dropar

 

Möndlurnar maukaðar fyrst í matvinnsluvél og hitt sett út í á eftir. Þessu er þrýst niður í kökuform sem er klætt með bökunarpappír.

Sett í frysti í ca 10-15 mín.

Botninn tekinn út og lífrænu grófu hnetusmjöri smurt yfir (magn fer eftir smekk, ég set rétt tæplega heila krukku).

Sett aftur í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

 

Súkkulaðibráðin:

1 dl kókosolía (brædd)

1 dl hreint hrákakó

1/2 dl agave sýróp

 

Þessu er hellt yfir og kakan geymd í frystinum. Ég sker kökuna niður í litla bita og raða í box, aðallega vegna þess að ein kökusneið er þá millimál hjá mér. Það er einnig hægt að skera í litla konfektbita sem er mjög sniðugt ef maður ætlar að bjóða gestum uppá.

 

Njótið vel!

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.