Hildur - Sælgætisrétturinn

March 18, 2018

Ég var á leiðinni í pizzaveislu í kvöld og fékk það verkefni að koma með eftirrétt. Fannst þessi réttur sem ég fékk hjá mömmu alveg tilvalinn, mjög auðveldur og góður. Mér finnst ekki hvað sem er passa vel sem eftirréttur eftir pizzu en get svo sannarlega mælt með þessum!

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Botn

1/2 bolli púðursykur
1 bolli rice crispies
1/2 bolli cornflakes
1/2 bolli kókosmjöl 
1/2 bolli súkkulaðirúsínur
100 gr smjör

 

Smjörið brætt og öllu hrært saman nema súkkulaðirúsínum. Blandan sett í mót og svo súkkulaðirúsínum dreift yfir. Sett í frysti í smá stund svo súkkulaðirjóminn loði ekki við. 

Súkkulaðirjómi

2 eggjarauður

3 msk flórsykur

50 gr brætt suðusúkkulaði
1/4 l rjómi
 

Eggjarauður þeyttar með flórsykri og suðusúkkulaðið brætt og bætt við. 

Rjóminn þeyttur og blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna og súkkulaðirjóminn settur yfir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Geymdur í kæli þar til hann er borinn fram!

 

Njótið vel!

 

 


 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.