Fanney Sandra - Kynningarblogg


Ég heiti Fanney Sandra og er 20 ára. Ég er uppalin í Hrútafirði en bý á Akranesi með kærastanum mínum og stjúpsyni. Ég á 4 yndisleg stjúpbörn og svo eigum við Garðar von á litlum prins í byrjun júní <3.

Ég á 12 systkini, en við erum 10 alsystkinin.

Ég fór ári á undan í grunnskóla og tók framhaldsskólann á tveimur og hálfu ári svo ég útskrifaðist 17 ára sem stúdent, árið 2015.

Svo lauk ég einkaþjálfaranámi árið 2016.

Planið hjá mér var alltaf að flytja erlendis og fara í læknanám en því plani seinkar örlítið þar sem ég ætla að gefa mér tíma til að kynnast mömmuhlutverkinu aðeins áður.

Í augnablikinu vinn ég hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en fer í fæðingarorlof núna í maí.

Ég er alltaf til í að grípa skemmtileg tækifæri og prófa eitthvað nýtt. Ég tók meðal annars þátt í Ungfrú Ísland síðasta sumar og hlaut titilinn Miss Talent Iceland 2017.

Ég hef mikinn áhuga á tísku og eitt af mínum helstu áhugamálum er að versla!

Ég hef alltaf haft gaman af því að baka. Ég vann á kaffihúsi ömmu minnar á sumrin í sex ár og bakaði mikið á þeim tíma en hef gert lítið af því síðustu ár. Ég er því mjög spennt fyrir því að fá meiri frítíma þegar ég fer í fæðingarorlof og ætti þá að geta gert meira af því að baka og get sýnt ykkur á snappinu og sett uppskriftir á bloggið.

Ég mun koma til með að blogga um meðgönguna, ferðalög, nýja mömmuhlutverkið og fleira skemmtilegt sem mér dettur í hug.

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá set ég samfélagsmiðlana mína hérna fyrir neðan.

Kveðja, Fanney Sandra


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST