Anna - Kynningarblogg


Hæ kæru lesendur Mamiita!

Ég heiti Anna Dís Þorvaldsdóttir og er ný hér á Mamiita. Ég er 24 ára gömul og er uppalin í Grafarvoginum en bý þar enn í dag með kærastanum mínum til 9 ára, Sindra, og dásemdinni okkar, Hinriki Þór, sem varð 6 mánaða núna í mars.

Ég útskrifaðist frá HR árið 2016 með BSc í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein. Frá því að ég útskrifaðist hef ég starfað hjá hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail en er eins og er í fæðingarorlofi. Þessi tími með Hinriki Þór er búinn að vera alveg yndislegur en sem betur fer eigum við enn nokkra mánuði eftir saman í orlofi! Við erum svo heppin að systir mín er einnig í orlofi með litlu stelpuna sína sem er algjör draumur.... svo ótrúlega gaman að hafa systur sína til að deila þessum dýrmæta tíma með.

Mín helstu áhugamál snúa að hreyfingu og heilbrigðum lífstíl. Ég er mikill sælkeri og hef gaman af því að búa til ýmislegt góðgæti í hollari kantinum. Eftir að ég varð mamma hef ég svo haft mikinn áhuga á öllu sem tengist móðurhlutverkinu og barninu. Ég kem því til með að deila með ykkur mörgu þessu tengt ásamt fleiru sem mér dettur í hug.

Þetta er rosalega stórt skref út fyrir þægindarammann en ég er mjög spennt fyrir komandi tímum og vona að þið séuð það líka! Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á Instagram en þar finnið þið mig undir annatorvalds.

Þangað til næst,

Anna


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST