Kynningarblogg - Vala Erlings

Hæhæ, mig langaði til þess að byrja á því að segja ykkur hvað mér finnst ótrúlega gaman og spennandi að vera orðin partur af þessu flotta teymi hjá Mamiita. En ég ætla að segja ykkur aðeins frá mér, ég heiti Vala Erlingsdóttir og er nýr bloggari hjá Mamiita. Ég er 19 ára gömul, og er trúlofuð Kristófer Elí og eigum við saman dóttur sem er fædd 11. júní 2017 og heitir Christel Myrk. Ég er i fæðingarorlofi en er í fjarnámi við Menntaskólanum á Egilsstöðum að vinna í að klára stúdentinn svo að ég get hafið áframhaldandi nám. En ég stefni á arkitektar nám á næstu misserum.

Ég ólst upp í litlum bæ á austurlandi sem heitir Seyðisfjörður, en ég bjó þar frá 1999-2015, í framhaldinu af því flutti ég á Álftanes til Kristófers. og Svo keyptum við okkar fyrstu eign á Álftanesi í júní 2017, en fengum íbúðina afhenta 2 mánuðum seinna. Við litum alltaf á íbúðina sem risa stórt verkefni sem þyrfti að leysa sem allra fyrst. 1 ágúst byrjaði verkefnið en þá var byrjað að brjóta og bramla. Við skiptum um hurðir, gólfefni,eldhúsinnréttingu, baðherbergi, brutum veggi, spörsluðum og máluðum. Gerðum íbúðina okkar algjörlega eftir okkar höfði þannig okkur liði sem best. Eftir mestu ryk vinnuna í íbúðinni gátum við loks flutt inn með ungan okkar sem var þá um það bil 3 mánaða.

Mynd af mér úr heimabæ mínum

Mín helstu áhugamál er tíska og falleg heimili, ég er mjög áhugasöm hvað er að gerast í tísku straumnum hverju sinni. En mér finnst ekkert jafn skemmtilegt og falleg heimili, enda legg ég mikið upp úr því að hafa heimilið mitt fallegt. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri til í mér fyrr en ég fór að búa og þurfti að fara að velja mér hitt og þetta í hinum ýmsu húsgagnaverslunum. En mínar uppáhalds húsgagnaverslanir eru Heimili&hugmyndir, og heimahúsið. Ég hef einnig áhuga á förðun, enda lærður förðunarfræðingur en það er starf sem mér finnst ekki höfða til mín en mjög gaman að vera búin að klára þetta nám.

Ég er mjög heimakær og mikil fjölskyldumanneskja finnst ekkert jafn skemmtilegt eins og að verja tímanum mínum í faðmi fjölskyldunnar. Ég er yngst af fjórum systkinum en við erum öll mjög náin þó að við séum öll komin með okkar heimili og sum okkar fjölskyldu. í kjarnanum mínum erum við fjögur, Kristófer unnusti minn, Christel dóttir okkar, svo hundurinn okkar hann Mír sem er tveggja ára. Áramóta heitið hjá okkur Kristófer var að ferðast eins mikið og við gætum 2018, við erum nú þegar búin að fara öll til London og Kaupmannahafnar og erum bara rétt að byrja, þannig ég kem að sjálfsögðu til með að blogga um öll ferðalög sem verða hjá okkur fjölskyldunni.

Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum með ykkur og hlakka mikið til að skrifa bloggfærslur hingað inn, en ég kem til með að blogga um allar breytingar á heimilinu mínu,falleg húsgögn, fjölskyldulífið og fleira skemmtilegt.Fyrir ykkur sem hafa áhuga á því að fylgjast betur með mér þá eru samfélagsmiðlarnir mínir hér fyrir neðan.


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST