Hildur - Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og basil

March 13, 2018

 

Þegar ég hef fengið löngun í pasta í rjómasósu þá hef ég undantekningalaust gert þennan dásamlega rétt sem er mun hollari en venjulega útgáfan og ég mæli svo sannarlega með því að prófa. Það er auðveldlega hægt að gera réttinn vegan með því að sleppa kjúklingnum og kjúklingasoðinu og bæta við sojakjöti í staðinn eða einfaldlega láta pastað duga.

 

Hráefni

2-3 kjúklingabringur

3 hvítlauksrif söxuð

Hálf krukka sólþurrkaðir tómatar 

Hálfur pakki sveppir, skornir í bita
Hálfur laukur grófsneiddur

1 dós kókosmjólk

1 bolli pasta, ég notaði penne pasta

1 dl kjúklingasoð (hálfur teningur af kjúklingakrafti og 1 dl soðið vatn)

ca 15 blöð af ferskri basilíku, skorin smátt

Sletta af kókosolíu

Salt og pipar eftir smekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðferð

 1. Kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar uppúr kókosolíu og hvítlauk á pönnu og kryddaðar eftir smekk

 2. Pastað soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum

 3. Sveppum, sólþurrkuðum tómötum, lauk og basilíku bætt við kjúklinginn þegar hann er orðinn brúnaður. Leyft að malla saman í smá stund

 4. Vatninu hellt af pastanu og því blandað við kjúklinginn

 5. Kókosmjólkinni bætt við ásamt kjúklingasoðinu og leyft að malla þar til kókosmjólkin fer að sjóða.

 6. Ferskri basilíku stráð yfir

* Færslan er gerð í samstarfi við Heilsu og fást vörurnar í Nettó, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Iceland. 

 

Njótið vel!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

 • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

 • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.