Eyrún Telma - Kynningarblogg

March 12, 2018

 

 

 

 

Góðan dag kæru lesendur.

Ég heiti Eyrún Telma Jónsdóttir og er 25 ára gömul. Ég er uppalin í árbænum en flutti síðan til Ungverjalands eftir að ég varð stúdent. Ég bjó þar í hálft ár og var Au Pair. Eftir það hef ég búið í kópavogi og í Danmörku. Ég á yndislegan unnusta sem heitir Rúnar og saman eigum við franskan bulldog að nafni Dolli. 

 

 

 

Ég vinn sem stuðningsfulltrúi og frístundarleiðbeinandi í Norðlingaskóla. Rosalega skemmtilegt og gefandi starf.

 

Í ágúst á þessu ári munum við Rúnar gifta okkur, ég hef sjaldan verið jafn spennt!

 

Að öðru, þá höfum við verið að reyna að eignast barn í 3 ár og ekkert gengið. Ég er semsagt með sjúkdóm sem heitir Endómetríósa eða með öðrum orðum Legslímuflakk og einnig PCOS eða fjölblöðrueggjastokka heilkenni. Þetta hefur tekið rosalega á andlega hjá okkur báðum og höfum við reynt allskonar lyf og fleira til þess að hjálpa sem hefur hinsvegar aldrei borið neinn árangur.

 

Við höfum hinsvegar ákveðið að leita okkur frekari hjálpar og stefnum á okkar fyrstu frjósemis meðferð/ir fljótlega. Mjög spennandi tímar framundan!

 

 

 

Ég er lærð förðunar- og naglafræðingur og einnig einkaþjálfari. Að vísu starfa ég ekki sem einkaþjálfari eins og er.

 

Mín helstu áhugamál eru heilbrigt líferni og hreyfing. Ég er einnig mikil áhugakona um ljósmyndun og húðflúr.

 

 

 

Ég mun koma til með að skrifa um Legslímuflakkið, ófrjósemi, frjósemismeðferðir og allt sem tengist heilsu og húðflúrum. Læt svo vonandi alltaf fylgja fallegar ljósmyndir með.

 

 

 

Endilega fylgið mér á mínum samfélagsmiðlum

Snapchat: eyruntelma
Instagram: lifeofeyrun

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.