Hildur - Heimagert granóla


Ég sýndi aðeins frá því á snappinu í dag þegar ég gerði heimagert granóla sem er fullkomið á morgunverðarhlaðborðið. Granólað er ótrúlega einfalt í bígerð og bragðið himneskt! Ég notaði vörur úr vörulínunni Sólgæti en hún fæst meðal annars í Nettó, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaupum. Uppskriftin er vegan ef notað er hlynsíróp en það má að sjálfögðu spila eftir eyranu og nota aðra sætu eins og t.d. hunang. Hneturnar sem ég notaði eru í uppáhaldi hjá mér en auðvitað er hægt að nota sínar uppáhalds hnetur .

Uppskrift:

4 bollar tröllahafrar 2 msk sesam fræ 2 msk sólblómafræ ¾ bolli heslinetur ¾ bolli pekanhnetur 1 ½ tsk sjávarsalt 1 ½ tsk kanill ½ bolli góð ólívuolía ½ bolli hlynsíróp ½ bolli kókosflögur ¼ bolli mórber ½ bolli smátt saxaðar döðlur

Aðferð:

Höfrum, fræjum, salti, kanil og grófsöxuðum hnetum blandað saman í skál. Olíu og sírópi bætt við. Bökunarpappír settur á plötu og dreift úr blöndunni. Bakað við 180 gráður í 25 mínútur og hrært regluglega í. Eftir 25 mín er kókösflögum, mórberjum og döðlum bætt við og bakað í 5-10 mínútur ( fylgist með svo þurrkuðu ávextirnir brenni ekki).

Granólanu leyft að kólna og síðan sett í glerkrukku.

Njótið vel!

Hildur * Færslan er gerð í samstarfi við Heilsu.

#granóla #heimagert

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST