Augabrúnir, augabrúnir, augabrúnir..
Það er svo biluð “augabrúna tíska” núna og flest allir sem vilja vera með miklar og þykkar augabrúnir. En flestir vita ekki hvernig þær eiga að vera og kunna ekki að móta þær sjálfar.
Þar sem mikill áhugi var á snapchat fyrir augabrúnum sem ég hef sýnt þá langar mig að deila með ykkur hvernig á að móta augabrúnir.
Það vita það ekki allir að hægt sé að mæla fyrir því hvernig augabrúnir eiga að vera staðsettar miðað við andlit sitt.

A. Augabrún byrjar - Bein lina dregin frá nös og upp að augabrún.
B. Efsti púnktur augabrúnar - Bein lína dregin frá ytri enda "augnlits" og upp að augabrún.
C. Augabrún beygist niður á við - Bein lína dregin frá ytri augnkrók og upp að augabrún.
D. Augabrún endar - Ská lína dregin frá nös að ytri augnkrók og upp að augabrún.
Læt nokkrar myndir af augabrúnum frá mér fylgja ásamt grúbbunni minni.






Karen Mjöll

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!
@MAMIITA_COM
@MAMIITA.COM