Elma Dís - AliExpress Kerrupoki

February 19, 2018

Góðan daginn og langt síðan síðast! 

 

Mig langaði að segja ykkur frá snildar kaupum sem ég var að gera inná AliExpress! Ég gæti sko misst mig þarna inná haha, ég reyni samt að passa mig. En um daginn keypti ég nýja kerru fyrir Gabríel sem ég er brjálæðislega ánægð með (segi ykkur kannski betur frá henni í annari færslu og inná Snapchat) en svo núna er vetur og mér fannst svo vanta eitthvað meira en bara teppi yfir hann ef við förum út að labba. 

 

Ég fór inná AliExpress og ákvað að skoða kerrupoka og viti menn ég fann einn svo geðveikt sætan, ég var svosem ekki að búast við miklum gæðum þar sem hann kostaði ekki neitt! Held ég hafi borgað ca 3.700 kr,- fyrir hann. Svo meira að segja var hann ótrúlega fljótur að koma hingað heim, innan við mánuð! En þessi kerrupoki er án alls gríns bara geðveikt veglegur og flottur og ekkert smá hlýr! 

 

Ég valdi þennan dökkbláa svo er hann svona steingrár inní og hvítar stjörnur en það eru til fleiri litir. Hann er mjög þykkur og allur flís inní. Hann passaði svo ótrúlega flott í kerruna og ég gæti ekki verið sáttari.

 

Hér er linkur 

Elma Dís

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.