Karen Mjöll - Mitt uppáhalds rými

Þegar við fjölskyldan keyptum okkar aðra íbúð þá ákváðum við að gera heimilið okkar eins fallegt og við mögulega gætum.

Við bjuggum í gömlu parhúsi í hveragerði sem margt þurfti að gera við og leið okkur alltaf eins og í einhverri unglingaholu, allt mjög dökkt og leiðinlegt. Nýja íbúðin okkar er allt önnur! það er miklu bjartara yfir öllu.

Eins og ég hef marg oft sagt á snapchat þá er stofan okkar mitt uppáhalds rými.

Mér fannst eitthvað vanta á vegginn fyrir ofan skenkinn og rakst á camelia.is. Þar fann ég þessa fullkomnu veggmynd sem passar svo sjúklega vel inni rýmið. Myndin er hvít, bleik og grá og það eru akkúrat litirnir sem við erum með í stofunni. Erum með dökkgráann sófa með bleikum púðum og svo hvíta gæru í butterfly stólnum.

Myndina fékk ég að gjöf frá camelia.is. Það sem mér finnst frábært við að fá myndir hjá þeim er að hún kemur í ramma þannig þú þarft ekki að fara út að kaupa ramma sem passar. Hægt er að velja um tvær stærðir af römmum annars vegar 30x40 og hins vegar 40x50 og einnig geturu valið um svartan eða hvítan.

Það er til svo mikið og flott magn af veggmyndum hjá þeim meðal annars þessar. Og svo er til nóg af allskonar heimilisskrauti. Ykkur til mikillar gleði þá eiga þau 2ja ára afmæli og er afsláttur af völdum vörum til 20. febrúar. GO NUTS!!

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST