Hildur - Þyngdaraukning á meðgöngu


Á snappinu í dag talaði ég aðeins um breytinguna á líkama mínum fyrir og eftir barnsburð. Mér var rosalega óglatt í byrjun meðgöngunnar og var að fljúga á öllum tímum sólarhringsins og það eina sem hjálpaði með ógleðina var að borða – brauð, pizzur, pasta og allt sem innihélt kolvetni.

Í kjölfarið þyngdist ég hratt og ákvað að spá ekkert í það neitt sérstaklega, ég gekk með lítið kríli sem þurfti sína næringu og það var auðvitað númer eitt, tvö og þrjú.

Daginn áður en Sigvaldi Freyr kom í heiminn hafði ég þyngst um 30 kíló - þar af var auðvitað litli maðurinn, legvatn og bjúgur sem ég losnaði við nokkrum dögum eftir fæðinguna en eftir stóðu 20 mjög óvelkomin aukakíló og við tók sófakúr með strákunum mínum með tilheyrandi óhollustu ( amk kláraði ég 5 seríur af Rupauls Dragrace og ógrynni af nammi).

Þegar Svali var 6 vika varð hann svakalega óvær og læknirinn mælti með því að ég tæki út allar mjólkurvörur til þess að kanna hvort hann gæti verið með mjólkuróþol. Ég fór svo sannarlega eftir því og tók út allar mjólkurvörur líkt og ég sagði frá hér og það hjálpaði alveg helling. Matseðillinn breyttist til muna við þessi stakkaskipti og hollustan var í fyrirrúmi, við eldum nánast alltaf hádegismat og kvöldmat frá grunni því þið trúið ekki hvað kúamjólkurpróteinið leynist víða.

Nú er ég búin að vera án mjólkurvara í um að verða 5 mánuði sem er lán í óláni þar sem ég er komin á sama stað og fyrir fæðingu og vil fara að styrkja líkamann.

Ég reyndi að byrja í líkamsrækt fyrir jól en það gekk því miður ekki nógu vel þar sem Svali svaf ansi lítið og mér fannst ég þurfa að nýta hverja mínútu sem hann svaf til þess að hvíla mig.

Nú erum við hins vegar komin á allt annan stað og ég mun byrja í mömmutímum í Sporthúsinu í næstu viku. Námskeiðið sem ég fer á er í 7 vikur og val er á milli þess að mæta 2 eða 3 í viku og tímasetningarnar eru algjör draumur fyrir fólk eins og okkur SF sem erum með óreglulegan svefn, hægt að velja á milli þess að mæta 9:40, 10:50 eða 13:15 ( sem við munum örugglega alltaf mæta í).

Ég hef bara heyrt góða hluti um þetta námskeið og kennarinn, Dagmar, er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur sem mér finnst nauðsynlegt að hafa innan handar þegar verið er að taka fyrstu skrefin í líkamsrækt eftir barnsburð.

Það er að sjálfsögðu enn hægt að skrá sig á námskeiðið með því að smella hérna.

Ég er rosalega spennt að byrja að koma mér í form fyrir sumarið og vonast til að sjá sem flestar af ykkur nýbökuðum mömmunum :)

* Færslan er unnin í samstarfi við Sporthúsið

#Hreyfingoghollusta #Meðganga #Þyngdaraukning #Sporthúsið #Mömmuleikfimi #Mjólkuróþol

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST