Gabríel Leví 1 árs!!

Ég er ekki að trúa þvi að ég eigi 1 árs barn núna!! En Gabríel Leví varð 1 árs núna 13. febrúar og við héldum uppá afmælið hans sunnudaginn 18. febrúar. Okkur fannst það heppnast bara ótrúlega vel. Það var rosalega mikið af fólki - hefði þurft að panta sal fyrir þetta haha! En þetta reddaðist sem betur fer. 

Ég hugsaði með mér áður en afmælið byrjar "okei ég ætla að vera geðveikt dugleg að taka myndir og svona" en neinei ég auðvitað gleymdi því eins og öllu öðru haha! En það voru teknar nokkrar myndir. 

Veitingarnar sem við ákváðum að hafa voru: Rice Krispies, heitur réttur/rúllutertubrauð, afmæliskaka og svo vorum við með vöfflur. Afmæliskökuna pantaði ég frá Myllunni, ég tók 30 manna súkkulaði köku með mynd + texta og VÁ hvað hún var góð og á svo geðveikt sanngjörnu verði - mæli mjög mikið með! Heiti rétturinn var ekki lengi að klárast en við vorum alveg með 8 rúllutertubrauð en þær fóru allar, við vorum með 5 pakka af vöfflum og það fóru 4 pakkar og ég gerði 100 rice krispies og það voru nokkrar eftir. Þannig þetta var eiginlega bara alveg perfect magn af veitingum (miðað við 45-50 manns). En ég vildi frekar hafa færri tegundir af mat en bara meira af því sem var og kom það bara rosalega vel út.  Skreytingarnar sem við vorum með voru aðalega frá USA en mamma mín og pabbi voru þar í janúar svo mér fannst tilvalið að láta þau kaupa þarna úti þar sem er miklu meira og flottara úrval. Svo sá ég mjög sætar "HAPPY BIRTHDAY" blöðrur í Tiger sem kostuðu 500 kr.- svo ég keypti þær líka. En Gabríel er svo mikill partýpinni þannig hann var alsæll með alla þessa athylgi og daginn sjálfan en líka alveg búinn á því eftir að síðasti gesturinn labbaði út. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í dag, ég læt fylgja nokkrar myndir úr afmælinu.

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt.

MYNDIR ÚR AFMÆLINU

 Elma Dís


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST