Dagmömmu/ leikskólataskan og merkimiðar.

February 4, 2018

 

Brynjar Leó byrjaði hjá dagmömmu í byrjun janúar og vissi ég lítið sem ekkert hvað hann ætti að taka með sér til hennar. Núna eftir fyrsta mánuðinn erum við komin með fína rútínu á þetta og góðann lista hvað á að fara með í töskuna.

Við tökum alltaf allt dótið með heim á föstudögum, svo ég græja töskuna uppá nýtt um helgar.

 

Í töskuna fer:

 • Kuldagalli

 • þykkir vetlingar (vatnsheldir) og prjónavetlingar

 • Dúnskór og ullasokkar

 • Flísgalli

 • Regngalli

 • Ullarföt (ullarsamfella og leggings)

 • Prjónuð peysa

 • Lambúshetta

 • Auka föt (samfella, sokkabuxur, buxur, sokkar og peysa)

 • Slefsmekkir.

 • Snuð og peli

 

 

 

Ég held ég sé ekki að gleyma neinu! Mörgum finnst þetta kannski óþarflega mikið en ég vil frekar hafa meira en minna hjá henni svo ekkert vanti.

 

Öll fötin hans Brynjars Leó eru merkt með sætum merkimiðum sem ég panta hjá www.navnelapper.no , miðarnir eru mjög fallegir og haldast á öllum fatnaði. Mun skemmtilegra en að skrifa inní allar flíkur. Eins tolla þeir á prjónuðum fötum sem hann á mjög mikið af, svo það hentar vel.

Síðan er norsk, þau senda til íslands og tekur alls ekki langan tíma að koma.

 

 

- Aníta Ýr

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

 • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

 • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.