Karen Mjöll - Töfraráð við magakveisu

January 31, 2018

 

Anja Myrk fékk magakveisu þegar hún var 2ja vikna og fékk hún lyf vegna þess.

Þegar hún var rúmlega 2ja mánaða þá fór ég í Heilsu og fékk pakka frá þeim, þar voru meðal annars olíur frá Sparoom.

 

 

 

Tummy

 

Tummy olíunni blandaði ég við grunnolíu og nuddaði kviðinn á Önju Myrk. Olían hefur róandi áhrif á magann svo hún hjálpaði til við magakrampana sem hún fékk. Einnig setti ég olíuna í ilmolíulampa þegar Anja Myrk fór að sofa sem hjálpaði henni að slaka betur á.

Í olíunni er meðal annars piparmynta sem er þekkt fyrir að draga úr ógleði svo hún hentar einnig til dæmis ef um morgunógleði er að ræða, þá er hægt að anda henni að sér.

Olían er ekki til inntöku né til að bera óblandaða á líkama.

 

 

 

 

Pacifier

 

Pacifier olíuna notaði ég oft í ilmolíulampann þegar Anja Myrk var óróleg. Bæði yfir daginn og kvöldin.

Einnig hefur olían upplífgandi áhrif svo gott er að nota hana ef börn eru kvíðin eða vansæl.

Í Pacifier olíunni er meðal annars lavender sem margir þekkja og hefur slakandi áhrif.

Olían er ekki til inntöku né til að bera óblandaða á líkama.

 

 

 

 

Þessar olíur gerðu ótrúlega mikið fyrir Önju Myrk á þeim dögum sem hún var sem verst og nota ég þær enn daginn í dag til dæmis þegar Anja Myrk fer að sofa því þær hafa slakandi áhrif. Ég mæli hiklaust með því að prufa þær. Það eru til fleiri tegundir sem þið getið skoðað hér fyrir neðan.

 

Sparoom Olíurnar fást hjá Heilsuhúsinu og Lyfju

 

 

Karen Mjöll 

 

Vörurnar í þessari færslu voru fengnar að gjöf

 

 

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.