Hildur - Overnight oats

Eftir að Sigvaldi Freyr kom í heiminn hef ég tekið eftir því að það er sífellt erfiðara að eiga huggulega morgunstund með heitan kaffibolla og góðan morgunverð - það sem kemst næst því er kalt kaffi og eitthvað sem ég get gripið með annarri hendi á meðan ég held á honum í hinni. Það sem hentar mér best hvað varðar hollan og góðan morgunmat er að gera mér overnight oats. Það er hægt að útfæra grautinn með fjölmörgum leiðum en undirstaðan í mínum graut er alltaf chia fræ og kókosmjólk og svo eru hin hráefnin oft breytileg.

Ég hef verið að gera mér þessa grauta í að verða 5 ár en þeir eru fullkomnir til að kippa með í flugið.

Þegar ég bjó í Dubai flaug ég oft til Ástralíu og smakkaði þar besta Chia graut sem ég hafði nokkurn tímann smakkað og eftir að ég kom aftur til Íslands langaði mig svo svakalega í hann að ég fór að þróa mig áfram og fann að lokum uppskrift sem er ótúlega góð. Þessi er góður til að koma sér af stað eftir jólin áður en alvöru átökin hefjast. Vanillu-chia grautur:

2 msk chia fræ t.d frá Sólgæti

1/2 tsk vanillusykur

örlítil skvetta af Maple sýrópi

1/2 tsk kanill

2 bollar Kókosmjólk, til dæmis frá Koko

SF er búinn að vera á brjósti frá fæðingu og mér fannst á tímabili að mjólkin væri að minnka örlítið svo ég fór að færa mig í grauta sem byggja meira a höfrum en þeir eru sagðir mjólkuraukandi. Grauturinn sem ég er búin að vera að vinna með undanfarnar vikur er því nokkurn veginn svona.

Hafra-chia grautur:

1 dl tröllahafrar til dæmis frá Sólgæti

2 msk chia fræ

1 tsk kanill

hálft epli skorið í litla bita

1 tsk rúsínur

Fyllt upp með kókosmjólk

Öllu er blandað saman í krukku eða skál og sett í ísskáp yfir nótt.

Hægt er að leika sér með grautana, bæta við allavega fræjum, kókos, hnetum, hnetusmjöri eða möndlum. Þá eru ávextir aldrei slæm viðbót við grautinn - granatepli, mangó, bláber, jarðaber eða banana.

Næst ætla ég að prófa að gera graut með granateplum - fékk svoleiðis á kaffihúsi í desember og get ekki hætt að hugsa um hann! Set uppskriftina inn ef hann heppnast vel.

Þangað til næst!

Vörur sem notaðar voru í færslunni voru fengnar að gjöf.

#Hafragrautur #Uppskriftir #Hreyfingoghollusta #Chia

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST