ELEVEN AUSTRALIA


Í samstarfi við Reykjavík Warehouse langar okkur að segja ykkur frá okkar uppáhalds hárvörum - ELEVEN AUSTRALIA. Við fengum hárvörupakka frá Reykjavík Warehouse með vörum frá ELEVEN og við urðum allar ástfangnar! 

En ELEVEN AUSTRALIA er hárvörumerki sem byggir sínar vörur á gæðum, góðu verði og einfaldleika. Vörurnar eru: Paraben fríar, ekki prófaðar á dýrum, í umhverfisvænum umbúðum, anti fade color save, Australian made (strangasta gæðaeftirlit í heimi) -Vegan friendly.

KAREN MJÖLL

SEGÐU BLESS VIÐ GULU TÓNANA OG ÞURRK Í HÁRI!

Ég hef verið ljóshærð í að verða 5 ár og hef þess vegna mikla reynslu á fjólubláaum sjampóum. Þetta combo frá Eleven Australia er must have fyrir blondínur eins og mig. Þar sem venjan undan farin ár er sú að þegar notað er fjólublátt sjampó þá þurrkar það verulega upp hárið en Eleven hefur heldur betur búið til fullkomið combo sem þurrkar ekki upp hárið heldur styrkir og gefur uppbyggjandi meðferð.

Ég hef prufað ódýr sjampó frá bónus og alveg upp í rándýr sjampó á hárgreiðslustofum. Þau sjampó sem ég hef prufað hefur mér alltaf fundist góð þar til ég prufaði Keep My Color Blonde. Þá fór ég að taka eftir því hvað önnur sjampó hafa þurrkað upp hárið á mér og gerði það alltaf flókið og leiðinlegt að meðhöndla. Núna er það rennislétt og silkimjúkt eftir sturtu og engar flækjur.

Keep My Color Blonde Shampoo er sérstaklega hannað fyrir ljóst hár, hvort sem það er litað eða náttúrulega ljóst og dregur úr gulum tónum. Það er rakagefandi soja og hveiti prótein sem styrkir hárið og Panthenol sem eykur rakann.

Keep My Color Treatment Blonde er djúpnæring sem er með fjólubláuum lit í till less að drama úr gulum tónum. Í henni er macadamia hnetu olía sem eykur gljáa og raka og svo ver næringin einnig hárið fyrir rafmögnun.

ELMA DÍS

Ég er þessi týpa sem fór alltaf bara í Bónus að versla mínar hárvörur og yfirleitt bara þær ódýrustu, ég fattaði ekki hvað það gerði nákvæmlega ekki neitt eða bara eyðilagði hárið mitt meira fyrr en ég prufaði ALVÖRU hárvörur.

Þetta er klárlega mitt combo!! En Volume Shampoo gefur ótrúlega fallega lyftingu í hárið og er svo ótrúlega létt. Hárið mitt var bara extra létt eftir að hafa þvegið hárið með þessu shampooi. Ég byrjaði alltaf á að nota Volume Shampooið og Volume næringuna og fannst það geðveikt combo en svo prufaði ég Hydrate næringuna og þá var ekki aftur snúið! En hárið mitt er venjulega frekar þurrt og sérstaklega endarnir, eftir að ég byrjaði að nota ELEVEN hárvörurnar þá hefur hárið mitt aldrei verið jafn heilbrigt, mjúkt og fallegt!! 

En eins og nöfnin gefa til kynna að þá gefur I Want Body Volume shampooið extra volume og hentar þessvegna vel fyrir fólk með þunnt hár eða sem extra lyfting í hárið. En það eru rakagefandi hveiti og soja prótein sem þykkir hárið og PG- Amodimethicone sem ver hárið og viðheldur háralitnum. 

Svo er það Hydrate My Hair næringin, hún er bara eitthvað djók! Hárið verður gjörsamlega silki mjúkt, en í henni eru rakagefandi hveiti sterkja og hveiti prótein sem nærir hárið, það er Avókadó olía og vörn gegn rafmögnun í hári. En eins og ég sagði áðan þá hefur hárið mitt alltaf verið frekar þurrt í endan sérstaklega, líklega eftir aflitun og svoleiðis en Hydrate næringin hefur bjargað hárinu mínu.

Svo skemmir ekki fyrir hvað það er sjúk lykt af öllum vörunum þeirra!

HILDUR Hilmars

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja - má ekki segja að öll volume línan sé uppáhalds? Hef fengið töluvert að spurningum frá vinum og vandamönnum varðandi hárvörurnar og hvaða vara sé best og ég á mjög erfitt með að svara því þar sem breytingin á hárinu mínu eftir að ég fór að nota ELEVEN vörurnar er ótrúleg. EF ég þarf að velja einhverjar tvær uppáhalds þá myndi ég klárlega segja Dry Volume Paste sem ég nota á hverjum degi til að fá aukna lyftingu í hárið. Paste-ið hefur sömu áhrif og dry shampoo og tekur þar af leiðandi burtu alla fitu en er einnig auka lyfting og gerir manni kleift að móta hárið. Algjör must have vara sem hægt er að nota við fancy krullur, slétt hár eða bara án þess að gera nokkuð annað!

Þess að auki nota ég alltaf Make Me Shine spray-ið þegar ég krulla á mér hárið og slétti það en það veitir aukinn glans og afrafmagnar það ( þvílík draumavara fyrir rafmagnaðasta hár í heimi). Með þessum vörum nota ég samt oftast Anti Frizz serumið sem er dásemd, Miracle Treatment og I Want Body Foam sem gefur draumalyftingu áður en hafist er handa!

HAIR MIRACLE - MUST HAVE!!!

Við vorum allar sammála um að Miracle Treatment væri must have varan frá ELEVEN og kemur 100% í veg fyrir að þú eigir bad hairday! 

Efnið stendur algjörlega undir nafni og er sannkallað kraftaverk. Eiginleikar þess eru : 1. Eykur gljáa, mýkt 2. Jafnar úfið/rafmagnskennt hár 3. Rakagefandi 4. Byggir upp viðkvæmt hár 5. Kemur í veg fyrir klofna enda 6. Kemur í veg fyrir flóka og gerir hárið meðfærilegra 7. Hitavörn 8. Eykur náttúrulega fyllingu 9. Gerir við skemmt, þurrt hár1

10. Verndar lit 11. Kemur í veg fyrir klór- og sólarskemmdir

Skilur hárið eftir silkimjúkt með öll þau næringarefni og varnir sem hárið þitt þarf!

Hvað er hægt að biðja um meira í einni hárvöru??

SÖLUSTAÐIR ELEVEN AUSTARLIA 

Hérna getur þú fundið sölustaði ELEVEN AUSTARLIA á Íslandi. En við mælum alveg klárlega með því að þið kíkið á þessar vörur og sjáið hvað hentar ykkar hári! 


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST