
Ég prufaði að gera þetta pasta í síðustu viku og er búin að gera þetta núna 3var sinnum!! Í alvörunni besta pasta sem ég hef smakkað, hef aldrei verið mikil pasta manneskja en VÁ hvað þetta er gott. Súper einfalt og fljótlegt að gera.
Það sem þú þarft í pastað er:
3/4 Mexikóostur
1/2 Matreiðslurjómi
2-3 Skinku sneiðar
Rauð papríka
Græn papríka
Pasta
Byrjar á því að sjóða pastað. Á meðan pastað er að sjóða þá sker ég niður 2-3 skinku sneiðar, papríkurnar (eins mikið og þið viljið) og ostinn. Osturinn fer svo í pott ásamt matreiðslurjómanum (passa að það sjóði ekki) og á meðan það er að malla saman að steikja þá aðeins skinkuna og papríkuna saman. Þegar osturinn er bráðinn, skinkan og papríkan búin að steikjast að þá blandiði því saman. VOILA
Ég prufaði fyrst að setja sósuna yfir pastað og planda því saman en í seinna skiptið ákvað ég að hafa hana sér og fannst það miklu betra!! Svo ég mæli með því að hafa sósuna bara til hliðar og þá getur hver og einn ákveðið hversu mikla sósu hann vill.
Þangað til næst,

Elma Dís
YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!
@MAMIITA_COM
@MAMIITA.COM