Karen Mjöll - Ómissandi hvít kaka


Þessi kaka er búin til úr því sem ég átti í eldhúsinu. Þetta er eitthvað sem flestir eiga til hjá sér ef þeir hafa bakað áður, ALGJÖR snilld.

Það sem þarf í kökuna er:

 • 2 egg

 • 100g smjör

 • 3 dl hveiti

 • 2 dl sykur

 • 2 tsk lyftiduft

 • 2 tsk vanillusykur

 • 1 dl mjólk

Byrjið á því að hita ofninn í 185gráður á undir- og yfirhita. Smjörið er síðan brætt og mjólk bætt út í þegar það hefur kólnað. Egg og sykur er þeytt þar til blandan verður ljós og létt. Hveiti, lyftidufti og vanillusykri er þá blandað saman í sér skál og bætt út í smátt saman við eggjablönduna til skiptis við smjör/mjólkurblönduna. Degið er sett í kökuform (ég notaði eldfastmót og spreyjaði pam spreyi áður). Sett svo í ofninn í ca. 25-30 min.

Vanillu smjörkrem:

 • 150g smjör (VIÐ STOFUHITA)

 • 200g flórsykur

 • 2 msk síróp

 • 2 tsk vanillusykur

Smjörið er hrært þar til það er orðið kremkennt. Flórsykri (sigtuðum) og vanillusykri er bætt hægt útí á meðan hrært er. Síðan er sírópinu blandað við í lokinn. Ef kremið er of þykkt má þynna það með smá mjólk.

Svo að sjálfsögðu bætið þið matarlit út í ef þið viljið lit á kremið.

Það sem er einstaklega gott við smjörkremið er vanillusykurinn og sírópið

VOILA!

Karen Mjöll  


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

 • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

 • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST