Karen Mjöll - Nomi matarstóll

January 4, 2018

Foreldrar mínir ákváðu að gefa Önju Myrk matarstól í skírnargjöf og leyfðu okkur að velja hvaða stól okkur langaði í. Ég var búin að sjá Nomi stólinn hjá Epal og féll strax fyrir honum, hann er svo lítill og nettur að það fer ekkert fyrir honum og ekki skemmir fyrir hversu flottur hann er. 

 

Nomi stóllinn er hannaður af sama hönnuði og vinsæli Tripp Trapp. Hann hentar alveg frá fæðingu barns og fram yfir unglingsárin. Hægt er að velja lit á baki, sessu og grind. Einnig hægt að fá bólstur, bakka og beisli og svo til þess að nota hann áður en börnin fara að sitja þá er hægt að bæta við ungbarnasæti sem dugir til ca. 6 mánaða aldurs. Við völdum okkar stól með eikar grind, svörtu baki og sessu og gráu bólstri.

 

 

 

Inná síðunni hjá Epal er hægt að hanna sinn eigin stól með því að velja grind, sessu, bak og svo framvegis og setja það í körfuna þá geturu séð hvað hann kostar. Það fer eftir hvaða aukahluti og hvernig grind þú velur.

 

 

 

 

Karen Mjöll  

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
  • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.