Foreldrabíó - 5 janúar 2018

Það er komið að okkar uppáhalds föstudegi - foreldrabíóið!!

En foreldrabíóið í Smárabíó er fyrsta föstudag í hverjum mánuði og við hjá MAMIITA elskum að fara með okkar kríli. Núna á föstudaginn eru þrjár myndir sem hægt er að velja um, hversu geðveikt!!

The Greatest Showman

Þetta er stórkostlegur söngleikur sem segir ótrúlega sögu P.T. Barnum en sýn hans á afþreyingu varð upphafið af skemmtanabransanum eins og við þekkjum í dag. Hann vann sig úr mikilli fátækt og bjó til mikið sjónarspil sem sló í gegn um allan heim. Með Hugh Jackman, Zac Effron, Michelle Williams, Rebecca Ferguson og Zendaya.

Hér getur þú keypt þér miða á The Greatest Showman

Pitch Perfect 3

Enn og aftur snúa Bellurnar söngelsku til baka. Eftir að þær unnu heimsmeistaramótið sundrast hópurinn og þær komast brátt að því að það er ekki auðvelt að fá vinnu sem tónlistamaður. En Bellurnar fá annað tækifæri til að koma fram sem sönghópur og búa til geggjaða tónlist.

Hér getur þú keypt þér miða á Pitch Perfect 3

Jumanji

Í þessu glænýja Jumanji ævintýri finna fjögur ungmenni gamlan tölvuleik. Þau heillast af frumskógarfídusinum í leiknum þar sem þau geta spilað sem fullorðnar tölvuleikjapersónur, leiknar af Dwayne Johnson, Jack Black, Kevin Hart, og Karen Gillan. Þau komast þó fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur því þau þurfa að lifa hremmingar leiksins af í raun og veru. Til þess að vinna leikinn og komast heilu og höldnu aftur til raunveruleikans þurfa þau að leggja af stað í hættulegasta ævintýri lífs þeirra og finna það sem Alan Parrish skildi eftir fyrir 20 árum - annars verða þau föst í leiknum að eilífu.

Hér getur þú keypt þér miða á Jumanji

Við hjá MAMIITA mælum alveg 100% með foreldrabíóinu enda mætum við alltaf, þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og maður þarf ekkert að pæla í pössun á meðan því þú tekur bara krílið með þér! En það er lækkað hljóðið í myndinni og demmpað ljósin (þau eru ekki alveg slökkt eins og venjulega) svo það er ekkert mál að sinna krílunum á meðan að myndinni stendur!

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Á FÖSTUDAGINN ! !


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST