Elma Dís - Óskalistinn minn

Ég geri nú ekki oft óskalista fyrir jólin en mér datt í hug að skrifa niður nokkra hluti sem mig hefur langað í og þið gætið þá fengið hugmynd hvað þið gætuð gefið ykkar fólki í jólagjöf. En ég elska að fá eitthvað svona sætt til þess að setja inná heimilið eða mjúka pakka haha.

ITTALA - Kökudiskur

Ég hef verið að safna litlu kertastjökunum úr þessari línu og á ég þá nokkra. En núna langar mig rosalega í þennan kökudisk.

Tók þessa mynd af Líf og list en fæst í fleiri búðum.

ITTALA - Skál á fæti

Finnst þessi ótrúlega sæt. Ég á eina svona dökk gráa

og hugsa að þessi væri rosalega sæt með henni.

Tók þessa mynd af Líf og list en fæst í fleiri búðum.

ITTALA - kertastjaki

Þar sem ég hef verið að safna þessum kertjastjökum þá væri gaman að eignast fleiri liti.

Tók þessa mynd af Líf og list en fæst í fleiri búðum.

Basic síður bolur

Ég elska síða og víða boli og það er eitthvað sem er aldrei til nóg af! Það er svo þæginlegt, sérstaklega þegar þú ert nýbúin að eignast barn, svokallaður mömmubolur sem mjög líklega allar nýbakaðar mömmur eiga að kannast við haha!

Fann þennann inná boohoo.com en hægt að finna í fullt af verslunum.

Dekur

Oh! hver segir nei við einhverju smá dekri? Ég bara eeelska að fá til dæmis maska og svoleiðis í jólagjöf! Ég fékk þennan í fyrra og ég gjörsamlega elska hann!

Þessi maski fæst í Hagkaup og öllum helstu apótekum.

Snyrtivörur

Mér finnst alltaf gaman að fá einhverjar snyrtivörur, þá sérstaklega einhverja nýja augnskugga eða þá eitthvað sem vantar í snyrtubudduna.

Fann þessar myndir inná Google!

Gjafakort

Mér finnst rosalega sniðugt að gefa bara gjafakort ef maður veit ekkert hvað maður á að gefa. Hann sem fær gjafakortið getur alltaf notað það.

Ég valdi bara Landsbanka gjafakortið því ég er í Landsbankanum, getur fengið þetta í öllum bönkum.

Nýr sími

Það má alltaf láta sér deyma er það ekki hahah!!

En þetta er svona einhver óskalisti og ég vona að ykkur hafi bara fundist gaman að skoða þetta.

Þangað til næst,


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST