Hidur - Mjólkurlaust matarræði og dásamleg súkkulaðikaka!


Sigvaldi Freyr varð skyndilega rosalega óvær í kringum sjöttu viku svo læknirinn taldi að hann væri með einhverskonar blöndu af mjólkuróþoli og ósýnilegu bakflæði ( kyngir ælunni aftur). Við ákváðum þá að taka út allar mjólkurvörur hjá mér og ég þurfti að vera alveg dairy free – laktósafrítt matarræði var ekki nóg. Ji minn eini hvað mér fannst þetta yfirþyrmandi til að byrja með, mér fannst vera mjólkurvörur í öllu. Trúið mér það er búið að troða mjólkurvörum í ótrúlega margt. Neðst í færslunni er listi af vörum sem ber að varast þegar lesið er á umbúðir.

Litla hjartað mitt er orðinn miklu betri eftir að ég tók mjólkina út en ég er líka orðin vör um mig hvað ég borða þar sem að mér skilst að það taki að minnsta kosti viku að ná mjólkurvörunum úr kerfinu ef þær slæðast þar inn. Þetta er yfirleitt óþol sem eldist af börnum uppúr 3 mánaða svo það er (vonandi) ekki mikið eftir. Læknirinn talaði um að ungabörn eigi oft erfitt með að brjóta niður kúamjólkurprótein svo ef þú ert með óvært barn þá sakar ekki að prófa að taka mjólkina alveg út.

Máltíðirnar undirbý ég yfirleitt deginum áður og matseðillinn samanstendur oft af einhverju af þessu:

Morgunmatur: chiakókosgrautur, overnight oats, ávextir, chia skvísur frá mamachita, mangajo drykkur, oatly jógúrt með granola og bláberjum, grænn orkuboozt . Með morgunmatnum er svo algjörlega nauðsynlegt að fá sér kaffi með flóaðri Barista Oatly mjólk eða venjulegri soya mjólk.

Hádegismatur: flatkaka/poppkex með kjúklingaáleggi og avocado, ofnbökuð eggjakaka, pítubrauð með hummus, kjötbollur og mjög oft elda ég vel kvöldið áður og fæ mér það í hádegismat.

Kvöldmatur: Þegar við eldum okkur kvöldmat er mexíkóskur eða taílenskur matur að minnsta kosti 3x í viku því það er oftast mjólkurlaust. Þess að auki höfum við keypt grænmetispylsur, pítur ( - pítusósa), pizzur með vegan osti frá Íslensku flatbökunni eða Pizzunni, fiskréttir, sushi, linsubaunavefja með sólskinssósu – fæst í Krónunni, pastasalat, hakk og spaghetti. Ef við förum eitthvað út að borða vel ég mér yfirleitt vegan af matseðlinum því það er auðvitað mjólkurlaust og bæti oft við kjöti.

Oatly vörurnar eru algjör snilld, hef keypt frá þeim mjólkina, jógúrtið, “orku”drykkinn og sýrða rjómann og líkar mjög vel. Flest súrdeigsbrauð, pítubrauð, flatkökur og pylsubrauð eru mjólkurlaus og af sætindum eru póló kex, suðusúkkulaði og oreo kex í miklu uppáhaldi. Þetta er auðvitað bara brotabrot af þeim vörum sem eru mjólkurlausar en vonandi hjálpar einhverjum að fá hugmyndir.

Ég elska að baka og var búin að leita lengi af góðri mjólkurlausri köku þegar mér var bent á vegan súkkulaðikökuna frá Veganistum. Hún er alveg ótrúlega góð og ég mæli 100% með henni og hef gert hana nokkrum sinnum.

Súkkulaðikaka 3 bollar hveiti 2 bollar sykur ½ bolli kakó 2 tsk matarsódi 1 tsk salt 2 bollar vatn 2/3 bolli bragðlaus olía 2 tsk vanilludropar 1 msk eplaedik ( ég notaði venjulegt edik)

Ofninn er hitaður á 175°c með blæstri og þurrefnum blandað í skál. Síðan er restinni af hráefnunum blandað saman við og hrært þar til blandan er silkimjúk. Uppskrftin þeirra passar í tvö 24 cm kökuform en ég notaði 5 lítil kökuform. Bakið í 20-30 mínútur.

Smjörkrem 350 gr smjörlíki við stofuhita 500 gr flórsykur ½ dl kalt kaffi 1 msk kakó 1 tsk vanilludropar 50 gr súkkulaði Smjörið er þeytt í hrærivél þar til það er orðið mjúkt. Öllum hráefnum bætt við nema súkkulaði og blandað saman. Súkkulaðið er brætt og því hellt útí og hrært með litlum hraða. Þegar kakan er orðin alveg köld er kremið sett á ( ég setti mína botna í fysti til að fá þá vel kalda). Veganistur benda á að gott sé að gera 1,5 uppskrift af kreminu ef gera t.d á rósakrem. Ég gerði 1,5 uppskrift fyrir mína köku og það var svolítill afgangur. Ég skreytti mína köku með afgangs kremi og bætti við smá kakói til að fá annan lit og setti að lokum Ferrero Rocher kúlur til skrauts ( ekki mjólkurlausar ).

Hráefni sem ber að varast

Enskur listi Butter, carmel flavor, casein, caseinate, cheese, cottage cheese, cream, curds, lactalbumin, milk, high protein flavor, lactose, natural flavoring, rennet casein, Shortening,solids, sour cream, skimmed milk, whey, yogurt.

Danskur Listi Animalsk fedtstof, animalsk protein, margarine, bagermargarine, inddampet mælk, kalcium kaseinat, kalium kaseinat, natrium kaseinat, lactalbumin, mælkebestanddele, mælkepulver/mælketorstof, ost, risbagemel, skummetmælkspulver, södmælkspulver, törmælk, valle, vallepulver/valleprotein.

Ég mun koma til með að setja inn fleiri færslur með mjólkurlausum uppskriftum og sýna frá því á Snapchat.

#Mjólkurlaust #Uppskriftir #Bakstur

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST