
Þegar ég tók út mjólkurvörurnar þá sendi Kristín vinkona mér þessa uppskrift af dásamlegum súkkulaðibitakökum og sagði þær betri en kökurnar á Subway – sem þær eru!
Uppskriftin er afar einföld og það tekur enga stund að skella í þær :
Ofninn settur á blástur og 180°c
Öllum hráefnunum blandað saman nema saxaða súkkulaðinu. Það er sett útí síðast.
180 gr púðursykur
1 egg
150 gr hveiti
100 gr smjörlíki
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
100 gr gróflega saxað suðusúkkulaðiHæfilega stórar kúlur mótaðar og settar á plötu. Ýtt með gaffli á hverja og eina.
Bakað í 8-10 mínútur.

Mér finnst þær bestar þegar þær eru orðnar alveg kaldar en misjafn er smekkur manna.
Njótið vel!

Please reload
YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!
@MAMIITA_COM
@MAMIITA.COM