Elma Dís - Bílstóll nr. 2

Ég var mikið búin að pæla í bílstól númer 2 og búin að fara að skoða þá nokkra. Var með tvo í huga annars vegar Recaro Zero 1 og svo Two way Pearl.

RECARO ZERO. 1 Það sem heillaði mig mest við þennan stól er að það eru 360° snúningur á honum svo það er mjög auðvelt að setja barnið í hann. Svo er hann líka rosalega flottur og veglegur. Hann er frá 45cm - 105cm eða upp í 18kg.

Recaro stólinn finnur þú hér

TWO WAY PEARL

Two way pearl stóllinn er bæði bak- og framvísandi. Hægt er að nota stólinn bakvísandi frá 6 mánaða aldri (67 cm) og upp í 4 ára (105 cm). Það er mælt með því að nota stólinn bakvísandi að minnsta kosti upp í 15 mánaða aldur. Hallastillingar eru í báðar áttir hvort sem hann snýr aftur eða fram. Two way pearl stólinn finnur þú hér

Ég var alltaf búin að hugsa mér að kaupa two way pearl þegar ég var að kaupa ungbarna bílstólinn fyrir Gabríel, svo ég keypti basið sem passaði bæði undir ungbarna bílstólinn (Pebble plus) og two way pearl. Þegar ég fór að skoða hann og prufaði að máta hann í bílinn minn þá einhvernveginn passaði hann svo fullkomnlega. Og líka það að stólar sem eru með 360° snúning er bakvísandi í miklu styttri tíma, mér finnst það skipta miklu máli þar sem barnið er öruggara bakvísandi. Svo já Two way pearl stóllinn varð fyrir valinu hjá okkur og ég er alveg rosalega ánægð með hann.

En þangað til næst,


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST