Foreldrabíó

Foreldrabíó er bíóupplifun sem er sérsniðin að foreldrum í fæðingarorlofi sem vilja mæta með ungabörnin sín og njóta þess að horfa á nýjustu kvikmyndirnar.

Í foreldrabíói er lækkað hljóðið og ljósin dimmuð svo börnin geti sofið og foreldrar séð til þegar þarf að sinna krílunum.

Foreldrabíó er haldið fyrsta föstudag hvers mánaðar í Smárabíó.

Næsta foreldrabíó er föstudaginn 1 desember á myndina Daddys Home 2. Þau hjá Smárabíó eru alltaf opin fyrir tillögum að myndum sem hópurinn langar að sjá, og hægt að hafa fleiri sýningar ef áhugi er fyrir því.

DADDYS HOME 2

Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty, sem Mel Gibson leikur, og er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám.

Hægt er að kíkja hingað inná til þess að fylgjast með foreldrabíóinu og skrá sig á póstlista.

Einnig viljum við minna á gjafabréfin og bíókortin hjá Smára- og Háskólabíó sem er tilvalin í jólapakkann! Hægt er að skoða það nánar hér.

Við hjá MAMIITA höfum verið mjög duglegar að fara í foreldrabíóið hjá Smárabíó og finnst okkur það æðislegt! Og þessvegna langar okkur, í samstarfi við Smárabíó að gefa 2 bíómiða í foreldrarbíóið núna 1. desember. Eina sem þú þarft að gera til þess að vinna er:

  • Smella á like á facebook síðu MAMIITA

  • Tagga vin/vinkonu sem þú myndir vilja bjóða með þér

  • Followa MAMIITA.COM á Snapchat

Vinningshafinn verður tilkynntur á snapchat MAMIITA.COM fimtudaginn næst komandi, 30 nóvember.

Kveðja


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST