Karen Mjöll - Meðgöngu Cravings

Þessu var ég mjög spennt fyrir þegar ég varð ólétt. Hvað mun mig crave-a ? Maður hefur heyrt svo oft af skrýtnum hlutum eins og að finna sérstakar lyktir, fá vatn í munninn við að sjá sand, eða bara craving í einhvern mat.

Fyrst fannst mér ég ekki vera með nein cravings en þegar lengra leið á meðgönguna þá fór ég að taka betur eftir því. Ég ætla að segja ykkur frá mínum helstu cravings.

1. Klakar

Ég var alltaf með stútfullt glas af klökum og gat ekki drukkið vatn nema að það væru klakar útí. Og þá sérstaklega Subway klakana.

2. Kirsuberjatómatar

Ég borðaði að minnsta kosti einn svona kassa á dag.

3. Spritt

Ég sprittaði á mér hendurnar svona 10x á dag í vinnunni því mér fannst lyktin svo góð. Og hengdi lítið spritt á baksýnisspegilinn á bílnum hjá mér.

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST