Karen Mjöll - Must have fyrir mömmuna

Mig langar að segja ykkur hvað mér fannst must have að eiga á meðgöngunni og líka eftir fæðingu.

  1. Brjóstagjafapúði - Það er eitthvað sem mér fannst must strax á meðgöngunni, ekkert smá gott að sofa með hann. Ég fékk lánaðan Doomoo sem fæst t.d hér hjá Fífu.

  2. Þæginlegar buxur/leggings - Ég fór ekki í annað en leggings og þæginlega jogging buxur. Uppáhalds óléttuleggings eru úr H&M.

  3. Óléttu sokkabuxur - Gott að eiga allanvega einar sokkabuxur ef maður er að fara eitthvað fínna til dæmis. Ég keypti mínar í Lindex og finnst þær æði.

  4. Gjafahaldarar - Það er eitthvað sem ég gæti ekki hugsað mér að vera án ekkert vesen að gefa. Ég keypti mína í Lindex.

  5. Einnota lekahlífar - Ég nota þetta alla daga allann daginn. Ég er lausmjólka svo það lekur vel úr brjóstunum sérstaklega þegar ég er að gefa. Mér finnst Lansinoh hlífarnar bestar. Þær fást í apótekum og líka hér hjá Móðurást.

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST