Karen Mjöll - Mexíkósk kjúklingasúpa


Þessa uppskrift fékk ég hjá mömmu minni, hún hefur oft gert hana í veislum og er hún í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ég mæli með því að þið prufið þessa súpu.

Uppskriftin er fyrir ca. 6 manns

Hráefni:

 • Olía

 • 1 líter af tómatsafa

 • 1 líter vatn

 • Niðursoðnir tómatar í dós

 • Kjúklingakraftur

 • 3 laukar (saxaðir)

 • 2-3 hvítlauksrif (söxuð)

 • 1 rauður chillipipar (saxaður)

 • 3-4 kjúklingabringur

 • 1 tsk chilikrydd (eftir smekk)

 • 1/2 - 1 tsk cayenne pipar

 1. Olía sett í pott, laukur steiktur í um það bil 5 mínútur á meðalhita. Hvítlauksrif og chillipipar bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur.

 2. Restin af hráefninu nema kjúklingabringunum er bætt út í og látið sjóða í um það bil 40 mínútur.

 3. Kjúklingabringur skornar í litla bita og kryddaðar með paprikukryddi. Kjúklingabitarnir eru steiktir á pönnu þar til þeir eru full eldaðir og síðan bætt út í súpina og súpan látin malla í um það bil 5 - 10 mínútur.

Gott er að hafa með rifinn ost, doritos og sýrðan rjóma til þess að setja út í.

Karen Mjöll


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

 • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

 • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST