Karen Mjöll - Mexíkósk kjúklingasúpa

November 3, 2017

 

Þessa uppskrift fékk ég hjá mömmu minni, hún hefur oft gert hana í veislum og er hún í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ég mæli með því að þið prufið þessa súpu.

 

Uppskriftin er fyrir ca. 6 manns

 

Hráefni:

 • Olía

 • 1 líter af tómatsafa

 • 1 líter vatn

 • Niðursoðnir tómatar í dós

 • Kjúklingakraftur

 • 3 laukar (saxaðir)

 • 2-3 hvítlauksrif (söxuð)

 • 1 rauður chillipipar (saxaður)

 • 3-4 kjúklingabringur

 • 1 tsk chilikrydd (eftir smekk)

 • 1/2 - 1 tsk cayenne pipar

 

 1. Olía sett í pott, laukur steiktur í um það bil 5 mínútur á meðalhita. Hvítlauksrif og chillipipar bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur.
   

 2. Restin af hráefninu nema kjúklingabringunum er bætt út í og látið sjóða í um það bil 40 mínútur.
   

 3. Kjúklingabringur skornar í litla bita og kryddaðar með paprikukryddi. Kjúklingabitarnir eru steiktir á pönnu þar til þeir eru full eldaðir og síðan bætt út í súpina og súpan látin malla í um það bil 5 - 10 mínútur.
   

Gott er að hafa með rifinn ost, doritos og sýrðan rjóma til þess að setja út í.

 

 

Karen Mjöll  

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

 • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

 • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST

October 24, 2018

October 17, 2018

September 23, 2018

August 17, 2018

Please reload

 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
 • Grey Snapchat Icon
MAMIITA.COM 
 
anitayr96 
 
annyth
eyruntelma
fanneysandra
 
hhilmars
karenmjolla

© 2017 - Mamiita​.