Elma Dís - Fyrsta skautaæfingin eftir barnsburð

Mamma og pabbi fóru fyrst með mig á skauta þegar ég var í kringum 5 ára, það gekk vonum framar og ég einhvernveginn hafði þetta bara í mér. Mamma fór þá á fullt að leita eftir skautanámskeiðum og það vildi svo heppilega til að það var einmitt að opna nýtt skautasvell í Egilshöllinni. Ég byrjaði að æfa listskauta í Birninum og æfði í 11 ár, en þurfti svo að hætta vegna meiðsla í baki og hnám. Ég æfði bæði einstaklings, þar sem maður fær prógram (dans) og keppir einn á svellinu og svo æfði ég líka samhæfðanskautadans, þar sem við vorum 12 stelpur sem skautuðum allar sama dansinn saman á ísnum. Eftir að ég hætti að æfa hefur mig alltaf dreymt um að byrja aftur, en alltaf verið hrædd um að ég sé bara búin að gleyma öllu. Svo núna ekki fyrir svo löngu sá ég að það var verið að auglýsa nýjan hóp fyrir gamla skautara sem hafa verið að æfa en hætt, svo já ég ákvað að slá til og prufa að mæta á æfingu eftir 4-5 ára pásu og VÁ! hvað það var gott að komast aftur á ísinn, neita því ekki að þetta var ógeðslega erfitt haha en aftur á móti svo ótrúlega skemmtilegt. Maður var orðinn mjög riðgaður en held þetta verði fljótt að koma aftur. Held þetta sé svolítið svona eins og að hjóla maður gleymir því ekki, þetta er alltaf þarna einhversstaðar. En ef þið hafið áhuga á að prufa skauta, annaðhvort þið eða börnin ykkar þá mæli ég klárlega með! Þetta er svo ótrúlega skemmtileg íþrótt.

Læt fylgja link af heimasíðu skautasambandsins hér.


YKKUR ER VELKOMIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ OKKUR HÉRNA!

  • Black Instagram Icon

@MAMIITA_COM

  • Black Snapchat Icon

@MAMIITA.COM

RECENT POST